Fyrir framan annað fólk í dreifingu um allan heim Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 16:42 Kvikmyndin er rómantísk gamanmynd. Truenorth hefur selt dreifingarréttinn að kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk til fyrirtækis í Þýskalandi að nafni Media Luna. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu evrópskra kvikmynda um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Truenorth. Þar segir að aðstandendur myndarinnar séu í skýjunum yfir sölunni. „Við frumsýndum myndina á Gautaborgarhátíðinni og í Berlín. Strax eftir þær sýningar var kominn mikill áhugi fyrir myndinni og nokkur sölufyrirtæki höfðu áhuga á heimsréttinum. Á endanum ákváðum við að vinna með Media Luna,” segir Kristinn Þórðarson, einn af framleiðendum myndarinnar í tilkynningu.Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth.Samkeppni um kvikmyndina Kvikmyndin verður kynnt á Cannes kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í vor, 11 - 22. maí næstkomandi. Sala á myndinni fer í gang á hátíðinni. Aðstandendur segja að í kjölfarið verði myndinni dreift í kvikmyndahús, sjónvarp og myndbandaleigur um allan heim. Í tilkynningu True North er vitnað í Idu Martins, eiganda og stofnanda Media Luna: „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið kvikmyndina til okkar enda var mikil samkeppni,” segir Martins. „Fyrir framan annað fólk kom virkilega á óvart þegar við sáum hana í Berlín. Hún er bæði fyndin og einlæg, leikararnir eru frábærir og sagan gæti gerst hvar sem er í heiminum. Það er einmitt þess vegna teljum við að myndinni eigi eftir að vegna vel utan Íslands," segir Ida Martins ennfremur. Media Luna var stofnað fyrir 25 árum af Idu Martins og er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur að sér sölu á íslenskri kvikmynd. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14 Hilmir Snær skráði sig á Tinder til að auglýsa myndina Eflaust ráku einhverjir upp stór augu þegar Hilmir Snær Guðnason leikari birtist skyndilega á stefnumótaforritinu Tinder. 10. mars 2016 14:07 Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Truenorth hefur selt dreifingarréttinn að kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk til fyrirtækis í Þýskalandi að nafni Media Luna. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu evrópskra kvikmynda um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Truenorth. Þar segir að aðstandendur myndarinnar séu í skýjunum yfir sölunni. „Við frumsýndum myndina á Gautaborgarhátíðinni og í Berlín. Strax eftir þær sýningar var kominn mikill áhugi fyrir myndinni og nokkur sölufyrirtæki höfðu áhuga á heimsréttinum. Á endanum ákváðum við að vinna með Media Luna,” segir Kristinn Þórðarson, einn af framleiðendum myndarinnar í tilkynningu.Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth.Samkeppni um kvikmyndina Kvikmyndin verður kynnt á Cannes kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í vor, 11 - 22. maí næstkomandi. Sala á myndinni fer í gang á hátíðinni. Aðstandendur segja að í kjölfarið verði myndinni dreift í kvikmyndahús, sjónvarp og myndbandaleigur um allan heim. Í tilkynningu True North er vitnað í Idu Martins, eiganda og stofnanda Media Luna: „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið kvikmyndina til okkar enda var mikil samkeppni,” segir Martins. „Fyrir framan annað fólk kom virkilega á óvart þegar við sáum hana í Berlín. Hún er bæði fyndin og einlæg, leikararnir eru frábærir og sagan gæti gerst hvar sem er í heiminum. Það er einmitt þess vegna teljum við að myndinni eigi eftir að vegna vel utan Íslands," segir Ida Martins ennfremur. Media Luna var stofnað fyrir 25 árum af Idu Martins og er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur að sér sölu á íslenskri kvikmynd.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14 Hilmir Snær skráði sig á Tinder til að auglýsa myndina Eflaust ráku einhverjir upp stór augu þegar Hilmir Snær Guðnason leikari birtist skyndilega á stefnumótaforritinu Tinder. 10. mars 2016 14:07 Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14
Hilmir Snær skráði sig á Tinder til að auglýsa myndina Eflaust ráku einhverjir upp stór augu þegar Hilmir Snær Guðnason leikari birtist skyndilega á stefnumótaforritinu Tinder. 10. mars 2016 14:07