Læknir segist hafa gefið leikmönnum Arsenal, Chelsea og Leicester ólögleg lyf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 09:46 Leikmenn Arsenal og Leicester City eru sagðir vera meðal sjúklinga læknisins. Vísir/Getty Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja. Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja.
Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira