Tilgangur afsagnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2016 07:00 Alvarlegur galli á íslenskri stjórnmálamenningu er að stjórnmálamenn persónugera afsögn úr embætti og líta á hana sem einhvers konar viðurkenningu á eigin mistökum fremur en úrræði til að standa vörð um trúverðugleika stofnunar eða embættis og til að tryggja vinnufrið. Frá upphafi heimastjórnar 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér vegna ádeilu á embættisfærslur þeirra eða annarrar háttsemi utan starfs en aðeins fjórir á lýðveldistímanum. Því er óhætt að segja að afar fátítt sé að ráðherrar segi af sér vegna opinberrar gagnrýni. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í riti sínu Stjórnskipunarréttur – undirstöður og handhafar ríkisvalds, að stjórnmálamynstrið hér sé nokkuð frábrugðið því sem hefur tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Þessi aðstaða skýrist að nokkru leyti af því einkenni íslenskra ríkisstjórna að þær njóta að jafnaði stuðning sterks meirihluta þingsins. Svo lengi sem ráðherra njóti trausts þeirra flokka sem standi að ríkisstjórn virðist mikið þurfa að koma til svo að hann segi af sér embætti. Björg segir að verði ráðherra grunaður um afbrot, spillingu eða gróft brot á siðareglum í embættisfærslum sé ríkari ástæða til að hann segir af sér embætti. Þetta sé háð pólitísku mati á hverjum tíma. Hér segja menn ekki af sér fyrr en það er næstum því búið að þvinga þá til afsagnar og þarf mjög mikið að hafa gerst áður en menn íhuga á annað borð afsögn. Nærtækt dæmi er mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra. Ef hún hefði stigið til hliðar á fyrstu stigum lekamálsins í stað þess að þvælast fyrir lögreglurannsókn á lekanum með beinum og óbeinum afskiptum af rannsókninni, þá væri hún ef til vill enn í ráðherraembætti í dag. Lögreglan hefði fengið frið til að sinna rannsókninni og brotið, sem var hjá aðstoðarmanni hennar, hefði verið upplýst og málið á endanum sent í ákærumeðferð. Í staðinn flækti hún sjálfa sig dýpra inn í málið og ráðuneyti hennar varð næstum því óstarfhæft í níu mánuði vegna pólitísks þrýstings og umdeildrar stöðu hennar sjálfrar. Í flestum stærstu fjölmiðlum heims hefur verið sýnt myndband af því þegar forsætisráðherra segir ósatt um félagið Wintris Inc. og gengur síðan á dyr. Mörgum spurningum er ósvarað. Ekki liggur fyrir hvort staðhæfingar hans um skattgreiðslur vegna Wintris séu réttar. Þá hafa engar skýringar komið fram á því hvers vegna ráðherra seldi hlut sinn í félaginu á einn dollara í lok árs 2009. Í ljósi viðbragða forsætisráðherra við umfjöllun Kastljóss um aflandsfélög verður að teljast ósennilegt að hann segi af sér. Hann, líkt og aðrir íslenskir stjórnmálamenn, virðist líta á það sem pólitískan ósigur að yfirgefa embætti fremur en að líta á afsögnina sem tæki til að standa vörð um traust í garð embættisins og til að tryggja vinnufrið í því ráðuneyti sem hann stýrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Alvarlegur galli á íslenskri stjórnmálamenningu er að stjórnmálamenn persónugera afsögn úr embætti og líta á hana sem einhvers konar viðurkenningu á eigin mistökum fremur en úrræði til að standa vörð um trúverðugleika stofnunar eða embættis og til að tryggja vinnufrið. Frá upphafi heimastjórnar 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér vegna ádeilu á embættisfærslur þeirra eða annarrar háttsemi utan starfs en aðeins fjórir á lýðveldistímanum. Því er óhætt að segja að afar fátítt sé að ráðherrar segi af sér vegna opinberrar gagnrýni. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í riti sínu Stjórnskipunarréttur – undirstöður og handhafar ríkisvalds, að stjórnmálamynstrið hér sé nokkuð frábrugðið því sem hefur tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Þessi aðstaða skýrist að nokkru leyti af því einkenni íslenskra ríkisstjórna að þær njóta að jafnaði stuðning sterks meirihluta þingsins. Svo lengi sem ráðherra njóti trausts þeirra flokka sem standi að ríkisstjórn virðist mikið þurfa að koma til svo að hann segi af sér embætti. Björg segir að verði ráðherra grunaður um afbrot, spillingu eða gróft brot á siðareglum í embættisfærslum sé ríkari ástæða til að hann segir af sér embætti. Þetta sé háð pólitísku mati á hverjum tíma. Hér segja menn ekki af sér fyrr en það er næstum því búið að þvinga þá til afsagnar og þarf mjög mikið að hafa gerst áður en menn íhuga á annað borð afsögn. Nærtækt dæmi er mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra. Ef hún hefði stigið til hliðar á fyrstu stigum lekamálsins í stað þess að þvælast fyrir lögreglurannsókn á lekanum með beinum og óbeinum afskiptum af rannsókninni, þá væri hún ef til vill enn í ráðherraembætti í dag. Lögreglan hefði fengið frið til að sinna rannsókninni og brotið, sem var hjá aðstoðarmanni hennar, hefði verið upplýst og málið á endanum sent í ákærumeðferð. Í staðinn flækti hún sjálfa sig dýpra inn í málið og ráðuneyti hennar varð næstum því óstarfhæft í níu mánuði vegna pólitísks þrýstings og umdeildrar stöðu hennar sjálfrar. Í flestum stærstu fjölmiðlum heims hefur verið sýnt myndband af því þegar forsætisráðherra segir ósatt um félagið Wintris Inc. og gengur síðan á dyr. Mörgum spurningum er ósvarað. Ekki liggur fyrir hvort staðhæfingar hans um skattgreiðslur vegna Wintris séu réttar. Þá hafa engar skýringar komið fram á því hvers vegna ráðherra seldi hlut sinn í félaginu á einn dollara í lok árs 2009. Í ljósi viðbragða forsætisráðherra við umfjöllun Kastljóss um aflandsfélög verður að teljast ósennilegt að hann segi af sér. Hann, líkt og aðrir íslenskir stjórnmálamenn, virðist líta á það sem pólitískan ósigur að yfirgefa embætti fremur en að líta á afsögnina sem tæki til að standa vörð um traust í garð embættisins og til að tryggja vinnufrið í því ráðuneyti sem hann stýrir.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun