Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 10:25 Ólafur Darri er að verða okkar allra þekktasti leikari. VÍSIR/ANTON „Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira