Ofmat á hættu vekur heimskuleg viðbrögð Lars Christensen skrifar 30. mars 2016 11:00 Hinar hræðilegu hryðjuverkaárásir í Belgíu hafa aukið enn á óttann við hryðjuverk í Evrópu. Stjórnvöld alls staðar á meginlandinu kalla eftir nýjum aðgerðum til að berjast gegn öfgastefnum, og lýðskrumarar hafa orðið snöggir til að krefjast þess að landamærum Evrópu verði lokað. Það er hins vegar augljós hætta á að efnahagslegur kostnaður vegna slíkra aðgerða gæti auðveldlega orðið meiri en hægt væri að réttlæta með raunverulegri hryðjuverkaógn. Staðreyndin er sú að samanborið við tíma kalda stríðsins eru mun færri drepnir í hryðjuverkaárásum í Evrópu núna en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og það sem er enn mikilvægara: Raunveruleg hætta á að farast í hryðjuverkaárás er mjög lítil. Í skýrslu um hryðjuverk frá 2011 greindi hið bandaríska National Counterterrorism Center frá því að Bandaríkjamenn væru eins líklegir til að „merjast til bana undir sjónvörpum sínum eða húsgögnum á hverju ári“ og að falla fyrir hendi hryðjuverkamanna. Berið svo saman hættuna á að farast í hryðjuverkaárás og hættuna á að deyja í umferðarslysi. Tökum mannskæðasta árið í Evrópu hvað hryðjuverk varðar síðan 2000. Árið 2004 dóu næstum 200 manns samanlagt í hryðjuverkaárásum í Evrópu. 2004 var ár lestarsprengingarinnar í Madríd. Berum þetta nú saman við fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum. Hér eru nýjustu tölur: 746 í Belgíu (2013), 3.268 í Frakklandi (2013) og 1.730 á Spáni (2013). Líkurnar á að deyja í umferðarslysi eru mjög litlar, en það er samt mun líklegra en að deyja í hryðjuverkaárás. Eða með öðrum orðum – á hverju ári deyja fleiri í umferðarslysum í Frakklandi en fórust í árásunum 11. september 2001. Þrátt fyrir þetta heyrum við mjög fáa stjórnmálamenn tala um umferðaröryggi, en bókstaflega allir evrópskir stjórnmálamenn æpa nú um þörfina á að „gera eitthvað“ varðandi hryðjuverkaógnina. Ég held að það séu tvær meginástæður fyrir þessari „gera eitthvað“ tilhneigingu í evrópskum stjórnmálum (það á ekki bara við um hryðjuverk heldur getur það ekki síður átt við um til dæmis umræður um umhverfismál). Í fyrsta lagi hafa sálfræðingar sýnt fram á að maðurinn er almennt ekki mjög góður í að meta hættuna af mjög fátíðum atburðum (eins og að vera drepinn í hryðjuverkaárás) og að fólki hætti til, sálfræðilega, að ofmeta alvarlega slíka hættu. Í öðru lagi er það sem bandaríski hagfræðingurinn Bryan Caplan hefur nefnt vitrænt óskynsama kjósendur. Það sem Caplan á við með þessu er að í kosningaferlinu þurfi kjósendur raunverulega ekki að leggja skynsamlegt mat á hlutina þar sem líkurnar á að okkar einstaka atkvæði hafi eitthvað að segja um útkomu kosninganna eru mjög takmarkaðar – við getum, ef svo má segja, verið vitrænt óskynsöm, óábyrg og fávís. Þess vegna erum við miklu líklegri til að láta undan ótta og hugarórum í hinu pólitíska ferli en þegar við tökum ákvarðanir um til dæmis að kaupa bíl eða að fjárfesta. Stjórnmálamenn vita þetta vel og spila með glöðu geði á óttann. Þegar allt kemur til alls ná stjórnmálamenn sjaldan kosningu með því að leggja tölfræði fyrir kjósendur. En við megum ekki og eigum ekki að láta undan óttanum – hvorki í einkalífi okkar né þegar við tökum pólitískar ákvarðanir. Það sem best er að gera er það sem Bretar segja – „halda ró okkar og halda áfram“. Það þýðir ekki að við ættum að hunsa hryðjuverk sem ógn við evrópska borgara, en ef við látum undan óttanum og látum hann stjórna stefnunni hafa hryðjuverkamennirnir sannarlega sigrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lars Christensen Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Hinar hræðilegu hryðjuverkaárásir í Belgíu hafa aukið enn á óttann við hryðjuverk í Evrópu. Stjórnvöld alls staðar á meginlandinu kalla eftir nýjum aðgerðum til að berjast gegn öfgastefnum, og lýðskrumarar hafa orðið snöggir til að krefjast þess að landamærum Evrópu verði lokað. Það er hins vegar augljós hætta á að efnahagslegur kostnaður vegna slíkra aðgerða gæti auðveldlega orðið meiri en hægt væri að réttlæta með raunverulegri hryðjuverkaógn. Staðreyndin er sú að samanborið við tíma kalda stríðsins eru mun færri drepnir í hryðjuverkaárásum í Evrópu núna en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og það sem er enn mikilvægara: Raunveruleg hætta á að farast í hryðjuverkaárás er mjög lítil. Í skýrslu um hryðjuverk frá 2011 greindi hið bandaríska National Counterterrorism Center frá því að Bandaríkjamenn væru eins líklegir til að „merjast til bana undir sjónvörpum sínum eða húsgögnum á hverju ári“ og að falla fyrir hendi hryðjuverkamanna. Berið svo saman hættuna á að farast í hryðjuverkaárás og hættuna á að deyja í umferðarslysi. Tökum mannskæðasta árið í Evrópu hvað hryðjuverk varðar síðan 2000. Árið 2004 dóu næstum 200 manns samanlagt í hryðjuverkaárásum í Evrópu. 2004 var ár lestarsprengingarinnar í Madríd. Berum þetta nú saman við fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum. Hér eru nýjustu tölur: 746 í Belgíu (2013), 3.268 í Frakklandi (2013) og 1.730 á Spáni (2013). Líkurnar á að deyja í umferðarslysi eru mjög litlar, en það er samt mun líklegra en að deyja í hryðjuverkaárás. Eða með öðrum orðum – á hverju ári deyja fleiri í umferðarslysum í Frakklandi en fórust í árásunum 11. september 2001. Þrátt fyrir þetta heyrum við mjög fáa stjórnmálamenn tala um umferðaröryggi, en bókstaflega allir evrópskir stjórnmálamenn æpa nú um þörfina á að „gera eitthvað“ varðandi hryðjuverkaógnina. Ég held að það séu tvær meginástæður fyrir þessari „gera eitthvað“ tilhneigingu í evrópskum stjórnmálum (það á ekki bara við um hryðjuverk heldur getur það ekki síður átt við um til dæmis umræður um umhverfismál). Í fyrsta lagi hafa sálfræðingar sýnt fram á að maðurinn er almennt ekki mjög góður í að meta hættuna af mjög fátíðum atburðum (eins og að vera drepinn í hryðjuverkaárás) og að fólki hætti til, sálfræðilega, að ofmeta alvarlega slíka hættu. Í öðru lagi er það sem bandaríski hagfræðingurinn Bryan Caplan hefur nefnt vitrænt óskynsama kjósendur. Það sem Caplan á við með þessu er að í kosningaferlinu þurfi kjósendur raunverulega ekki að leggja skynsamlegt mat á hlutina þar sem líkurnar á að okkar einstaka atkvæði hafi eitthvað að segja um útkomu kosninganna eru mjög takmarkaðar – við getum, ef svo má segja, verið vitrænt óskynsöm, óábyrg og fávís. Þess vegna erum við miklu líklegri til að láta undan ótta og hugarórum í hinu pólitíska ferli en þegar við tökum ákvarðanir um til dæmis að kaupa bíl eða að fjárfesta. Stjórnmálamenn vita þetta vel og spila með glöðu geði á óttann. Þegar allt kemur til alls ná stjórnmálamenn sjaldan kosningu með því að leggja tölfræði fyrir kjósendur. En við megum ekki og eigum ekki að láta undan óttanum – hvorki í einkalífi okkar né þegar við tökum pólitískar ákvarðanir. Það sem best er að gera er það sem Bretar segja – „halda ró okkar og halda áfram“. Það þýðir ekki að við ættum að hunsa hryðjuverk sem ógn við evrópska borgara, en ef við látum undan óttanum og látum hann stjórna stefnunni hafa hryðjuverkamennirnir sannarlega sigrað.