i-D frumsýnir nýtt myndband Samaris Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. mars 2016 18:30 Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem blóðrauður máni hefur á þrjár stúlkur. Visir/Þóra Hilmars Íslenska rafsveitin Samaris frumsýndi í gær nýtt myndband á vefsíðu tískutímaritsins i-D. Lagið, sem er án efa það poppaðasta sem sveitin hefur sent frá sér til þessa, heitir „Wanted 2 Say“ og er það fyrsta sem þau sleppa lausu af væntanlegri þriðju breiðskífu sveitarinnar „Black Lights“ sem kemur út í júní. Myndbandið er með glæsilegra móti en það er verk leikstjórans Þóru Hilmarsdóttur sem hefur upp á síðkastið ferðast á milli landa með stuttmynd sína Sub Rosa sem einmitt vann San Diego Film Festival í fyrra. Andi myndbandsins, sem skotið er í íbúahluta gömlu herstöðvarinnar í Keflavík, minnir um margt á stemmninguna í sænsku vampýrumyndinni „Lat den ratte komma in“ sem gert er eftir sömu bók og Þjóðleikhússýningin vinsæla „Hleyptu þeim rétta inn“. „Það var svolítið stemningin sem við vorum að leita að, svipuðum drunga og er að finna þar,“ segir Þóra en myndbandið er allt tekið upp um hánótt. Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem töfrandi blóðrauður máni hefur á þrjár íslenskar stúlkur.Þóra við tökur í London þar sem hún gerði verðlauna stuttmynd sína.Vísir/Þóra HilmarsGerir ekki greinamun á kven- og karlkyns geirvörtumÍ grein sinni tekur blaðamaður i-D það sérstaklega fram að myndbandið styðji free-the-nipple hreyfinguna en glitta má í geirvörtu einnar leikkonunnar við enda lagsins. „Það var aldrei neitt mál að hafa þetta hluta af þerri hreyfingu. Seinna vöruðu bresku umboðsmenn sveitarinnar mér við því að þetta gæti orðið til þess að erfiðara yrði að sjá það á Youtube. Við tókum þó þá ákvörðun að hafa geirvörtuna inni. Mér finnst persónulega að það ætti ekki að gera greinamun á karlkyns og kvenkyns geirvörtum. Það er svo nýtt í tónlistarmyndböndum að þetta sé leyft“.Þóra Hilmarsdóttir var í listaháskóla í London og hefur verið með annað fótinn þar í sjö ár. Hún vinnur nú að annarri stuttmynd sem heitir Frelsun og verður tekin upp á Íslandi í sumar. Tónlist Tengdar fréttir Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska rafsveitin Samaris frumsýndi í gær nýtt myndband á vefsíðu tískutímaritsins i-D. Lagið, sem er án efa það poppaðasta sem sveitin hefur sent frá sér til þessa, heitir „Wanted 2 Say“ og er það fyrsta sem þau sleppa lausu af væntanlegri þriðju breiðskífu sveitarinnar „Black Lights“ sem kemur út í júní. Myndbandið er með glæsilegra móti en það er verk leikstjórans Þóru Hilmarsdóttur sem hefur upp á síðkastið ferðast á milli landa með stuttmynd sína Sub Rosa sem einmitt vann San Diego Film Festival í fyrra. Andi myndbandsins, sem skotið er í íbúahluta gömlu herstöðvarinnar í Keflavík, minnir um margt á stemmninguna í sænsku vampýrumyndinni „Lat den ratte komma in“ sem gert er eftir sömu bók og Þjóðleikhússýningin vinsæla „Hleyptu þeim rétta inn“. „Það var svolítið stemningin sem við vorum að leita að, svipuðum drunga og er að finna þar,“ segir Þóra en myndbandið er allt tekið upp um hánótt. Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem töfrandi blóðrauður máni hefur á þrjár íslenskar stúlkur.Þóra við tökur í London þar sem hún gerði verðlauna stuttmynd sína.Vísir/Þóra HilmarsGerir ekki greinamun á kven- og karlkyns geirvörtumÍ grein sinni tekur blaðamaður i-D það sérstaklega fram að myndbandið styðji free-the-nipple hreyfinguna en glitta má í geirvörtu einnar leikkonunnar við enda lagsins. „Það var aldrei neitt mál að hafa þetta hluta af þerri hreyfingu. Seinna vöruðu bresku umboðsmenn sveitarinnar mér við því að þetta gæti orðið til þess að erfiðara yrði að sjá það á Youtube. Við tókum þó þá ákvörðun að hafa geirvörtuna inni. Mér finnst persónulega að það ætti ekki að gera greinamun á karlkyns og kvenkyns geirvörtum. Það er svo nýtt í tónlistarmyndböndum að þetta sé leyft“.Þóra Hilmarsdóttir var í listaháskóla í London og hefur verið með annað fótinn þar í sjö ár. Hún vinnur nú að annarri stuttmynd sem heitir Frelsun og verður tekin upp á Íslandi í sumar.
Tónlist Tengdar fréttir Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00