i-D frumsýnir nýtt myndband Samaris Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. mars 2016 18:30 Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem blóðrauður máni hefur á þrjár stúlkur. Visir/Þóra Hilmars Íslenska rafsveitin Samaris frumsýndi í gær nýtt myndband á vefsíðu tískutímaritsins i-D. Lagið, sem er án efa það poppaðasta sem sveitin hefur sent frá sér til þessa, heitir „Wanted 2 Say“ og er það fyrsta sem þau sleppa lausu af væntanlegri þriðju breiðskífu sveitarinnar „Black Lights“ sem kemur út í júní. Myndbandið er með glæsilegra móti en það er verk leikstjórans Þóru Hilmarsdóttur sem hefur upp á síðkastið ferðast á milli landa með stuttmynd sína Sub Rosa sem einmitt vann San Diego Film Festival í fyrra. Andi myndbandsins, sem skotið er í íbúahluta gömlu herstöðvarinnar í Keflavík, minnir um margt á stemmninguna í sænsku vampýrumyndinni „Lat den ratte komma in“ sem gert er eftir sömu bók og Þjóðleikhússýningin vinsæla „Hleyptu þeim rétta inn“. „Það var svolítið stemningin sem við vorum að leita að, svipuðum drunga og er að finna þar,“ segir Þóra en myndbandið er allt tekið upp um hánótt. Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem töfrandi blóðrauður máni hefur á þrjár íslenskar stúlkur.Þóra við tökur í London þar sem hún gerði verðlauna stuttmynd sína.Vísir/Þóra HilmarsGerir ekki greinamun á kven- og karlkyns geirvörtumÍ grein sinni tekur blaðamaður i-D það sérstaklega fram að myndbandið styðji free-the-nipple hreyfinguna en glitta má í geirvörtu einnar leikkonunnar við enda lagsins. „Það var aldrei neitt mál að hafa þetta hluta af þerri hreyfingu. Seinna vöruðu bresku umboðsmenn sveitarinnar mér við því að þetta gæti orðið til þess að erfiðara yrði að sjá það á Youtube. Við tókum þó þá ákvörðun að hafa geirvörtuna inni. Mér finnst persónulega að það ætti ekki að gera greinamun á karlkyns og kvenkyns geirvörtum. Það er svo nýtt í tónlistarmyndböndum að þetta sé leyft“.Þóra Hilmarsdóttir var í listaháskóla í London og hefur verið með annað fótinn þar í sjö ár. Hún vinnur nú að annarri stuttmynd sem heitir Frelsun og verður tekin upp á Íslandi í sumar. Tónlist Tengdar fréttir Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Íslenska rafsveitin Samaris frumsýndi í gær nýtt myndband á vefsíðu tískutímaritsins i-D. Lagið, sem er án efa það poppaðasta sem sveitin hefur sent frá sér til þessa, heitir „Wanted 2 Say“ og er það fyrsta sem þau sleppa lausu af væntanlegri þriðju breiðskífu sveitarinnar „Black Lights“ sem kemur út í júní. Myndbandið er með glæsilegra móti en það er verk leikstjórans Þóru Hilmarsdóttur sem hefur upp á síðkastið ferðast á milli landa með stuttmynd sína Sub Rosa sem einmitt vann San Diego Film Festival í fyrra. Andi myndbandsins, sem skotið er í íbúahluta gömlu herstöðvarinnar í Keflavík, minnir um margt á stemmninguna í sænsku vampýrumyndinni „Lat den ratte komma in“ sem gert er eftir sömu bók og Þjóðleikhússýningin vinsæla „Hleyptu þeim rétta inn“. „Það var svolítið stemningin sem við vorum að leita að, svipuðum drunga og er að finna þar,“ segir Þóra en myndbandið er allt tekið upp um hánótt. Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem töfrandi blóðrauður máni hefur á þrjár íslenskar stúlkur.Þóra við tökur í London þar sem hún gerði verðlauna stuttmynd sína.Vísir/Þóra HilmarsGerir ekki greinamun á kven- og karlkyns geirvörtumÍ grein sinni tekur blaðamaður i-D það sérstaklega fram að myndbandið styðji free-the-nipple hreyfinguna en glitta má í geirvörtu einnar leikkonunnar við enda lagsins. „Það var aldrei neitt mál að hafa þetta hluta af þerri hreyfingu. Seinna vöruðu bresku umboðsmenn sveitarinnar mér við því að þetta gæti orðið til þess að erfiðara yrði að sjá það á Youtube. Við tókum þó þá ákvörðun að hafa geirvörtuna inni. Mér finnst persónulega að það ætti ekki að gera greinamun á karlkyns og kvenkyns geirvörtum. Það er svo nýtt í tónlistarmyndböndum að þetta sé leyft“.Þóra Hilmarsdóttir var í listaháskóla í London og hefur verið með annað fótinn þar í sjö ár. Hún vinnur nú að annarri stuttmynd sem heitir Frelsun og verður tekin upp á Íslandi í sumar.
Tónlist Tengdar fréttir Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00