Skoda kaupir í kínverska bílaframleiðandanum SAIC Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 11:24 Skoda VisionS jeppinn mun fást strax á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í Kína. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent