Sveitin er búin að vera á tónleikaferð meira og minna í tvo mánuði en nú eru þau á loka sprettinum.
„Það var töfrandi að fá að vera þessa þrjá daga bara í náttúrunni með þessum snilldar hóp sem við fengum til liðs við okkur. Maður sá umhverfið frá allt öðru sjónarhorni og auðvitað féll maður aðeins meir fyrir Íslandi,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir sem er einn af meðlimum sveitarinnar en myndbandið má sjá hér að neðan.