Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 10:04 Porsche 911 Carrera. Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent