Hið ómögulega á snjósleða Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 15:03 Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum. Bílar video Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum.
Bílar video Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent