Þreföldun tvinnbíla í Evrópu á næstu þremur árum Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 09:51 Toyota Auris Hybrid var söluhæsti Hybrid bíll Evrópu í fyrra. Spáð er þreföldun í sölu tvinnbíla í Evrópu á næstu þremur árum og að þá muni seljast 750.000 slíkir á ári. Er þá bæði átt við tvinnbíla (Hybrid) og tengiltvinnbíla (Plug-In-Hybrid). Í fyrra jókst sala þeirra um 22% og nam 280.000 bílum. Miklu meiri aukning var í sölu tengiltvinnbíla, eða um 163% aukning og heildarsala uppá 96.451 bíl. Söluhæsti bíllinn af þeirri gerð í fyrra var Mitsubishi Outlander og seldust 31.214 eintök af honum (57% aukning) og seldist hann vel hér á landi og mest allra Mitsubishi bíla. Volkswagen Golf GTE varð í öðru sæti og Audi A3 e-tron í því þriðja. Volkswagen Passat GTE seldist líka ágætlega og endaði í 7. sæti meðal tengiltvinnbíla og mun Volkswagen fjölga bílgerðum með þessari tækni, meðal annars Tiguan jepplingnum. BMW gerir sig einnig gildandi meðal tengiltvinnbíla og BMW i8 varð í 9. sæti á meðal þeirra í fyrra með sölu 2.051 bíls og seldust aðeins fleiri eintök af honum en BMW X5 með Plug-In-Hybrid tækni. BMW ætlar að bæta við BMW 330e í flóru tengiltvinnbíla. BMW selur einnig i3 bíl sinn bæði sem hreinræktaðan rafmagnsbíl og sem tengiltvinnbíl og nam sala hans 6.566 eintökum sem tengiltvinnbíll og 5.481 eintökum sem rafmagnsbíl í fyrra. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Spáð er þreföldun í sölu tvinnbíla í Evrópu á næstu þremur árum og að þá muni seljast 750.000 slíkir á ári. Er þá bæði átt við tvinnbíla (Hybrid) og tengiltvinnbíla (Plug-In-Hybrid). Í fyrra jókst sala þeirra um 22% og nam 280.000 bílum. Miklu meiri aukning var í sölu tengiltvinnbíla, eða um 163% aukning og heildarsala uppá 96.451 bíl. Söluhæsti bíllinn af þeirri gerð í fyrra var Mitsubishi Outlander og seldust 31.214 eintök af honum (57% aukning) og seldist hann vel hér á landi og mest allra Mitsubishi bíla. Volkswagen Golf GTE varð í öðru sæti og Audi A3 e-tron í því þriðja. Volkswagen Passat GTE seldist líka ágætlega og endaði í 7. sæti meðal tengiltvinnbíla og mun Volkswagen fjölga bílgerðum með þessari tækni, meðal annars Tiguan jepplingnum. BMW gerir sig einnig gildandi meðal tengiltvinnbíla og BMW i8 varð í 9. sæti á meðal þeirra í fyrra með sölu 2.051 bíls og seldust aðeins fleiri eintök af honum en BMW X5 með Plug-In-Hybrid tækni. BMW ætlar að bæta við BMW 330e í flóru tengiltvinnbíla. BMW selur einnig i3 bíl sinn bæði sem hreinræktaðan rafmagnsbíl og sem tengiltvinnbíl og nam sala hans 6.566 eintökum sem tengiltvinnbíll og 5.481 eintökum sem rafmagnsbíl í fyrra.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent