Sjálfvirkur bremsubúnaður skylda árið 2022 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 09:32 Allir bílar í Bandaríkjunum árið 2022 verða með sjálfvirkum bremsubúnaði. Autoblog Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna hafa komist að samkomulagi um það að í öllum nýjum bílum þeirra, frá og með árinu 2022, verði sjálfvirkur bremsubúnaður sem komi í veg fyrir aftanákeyrslur. Aftanákeyrslur valda mörgum slysum og miklu tjóni í umferðinni í Bandaríkjunum, sem annarsstaðar og nýjum bílum fer nú ört fjölgandi sem skynja aðsteðjandi hættu að framan og tengjast bremsubúnaði þeirra. Subaru Eysight er gott dæmi um slíkan búnað, en hann má t.d. finna í Subaru Outback bílum. Síðan sá bíll var útbúinn þeim búnaði hafa aftanákeysrslur svo til heyrt sögunni til hjá eigendum hans. Þeir tíu bílaframleiðendur sem koma að þessu samkomulagi eru bæði bandarískir sem og erlendir framleiðendur sem framleiða bíla í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða framleiðendurna Audi, BMW, Ford, General Motors, Mazda, Mercedes-Benz, Tesla, Toyota, Volkswagen og Volvo. Samtals framleiða þeir yfir 90% af öllum nýjum bílum sem seldir eru þar í landi.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent