PJ Harvey með nýtt vídjó Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2016 11:22 Pj Harvey bregður hvergi fyrir í nýja myndbandinu. Visir/Getty Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan; Tónlist Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;
Tónlist Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira