Skoda jeppi í Genf Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 09:27 Skoda VisionS. Autoblog Nú er bílasýningin í Genf hafin og margt þar nýtt og forvitnilegt að sjá. Meðal þess er þessi 6 sæta jeppi frá Skoda sem ber nú nafnið VisionS. Hann er með þrjár sætaraðir en aðeins sæti fyrir tvo í hverri röð, enda er hér á ferðinni ekki svo stór jeppi, sem jafnvel mætti fremur kalla jeppling, bara fremur langan. Bíllinn er á MQB undirvagni frá Volkswagen. Þessi bíll er svipaður á lengd og Mitsubishi Outlander og örlítið breiðari. Í honum er dulítið meira pláss en í Skoda Octavia langbaknum, en ekki mikið meira en það. VisionS er tvinnbíll þar sem 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu skilar 154 hestöflum auk 54 hestafla rafmótors. Með þessari aflrás er bíllinn 7,4 sekúndur í hundraðið, svo hann er sannarlega sprækur. Það kemur svo sem ekki á óvart að Skoda skuli kynna svona bíl, en mikil sala er í heiminum á svona bílum og Skoda hefur ekki mikið tekið þátt í slagnum um jeppa/jepplinga fram að þessu þó svo Skoda Yeti hafi verið í boði hjá Skoda frá því árið 2009. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Nú er bílasýningin í Genf hafin og margt þar nýtt og forvitnilegt að sjá. Meðal þess er þessi 6 sæta jeppi frá Skoda sem ber nú nafnið VisionS. Hann er með þrjár sætaraðir en aðeins sæti fyrir tvo í hverri röð, enda er hér á ferðinni ekki svo stór jeppi, sem jafnvel mætti fremur kalla jeppling, bara fremur langan. Bíllinn er á MQB undirvagni frá Volkswagen. Þessi bíll er svipaður á lengd og Mitsubishi Outlander og örlítið breiðari. Í honum er dulítið meira pláss en í Skoda Octavia langbaknum, en ekki mikið meira en það. VisionS er tvinnbíll þar sem 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu skilar 154 hestöflum auk 54 hestafla rafmótors. Með þessari aflrás er bíllinn 7,4 sekúndur í hundraðið, svo hann er sannarlega sprækur. Það kemur svo sem ekki á óvart að Skoda skuli kynna svona bíl, en mikil sala er í heiminum á svona bílum og Skoda hefur ekki mikið tekið þátt í slagnum um jeppa/jepplinga fram að þessu þó svo Skoda Yeti hafi verið í boði hjá Skoda frá því árið 2009.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent