Tónlist

Reykjavíkurdætur túra um alla Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurdætur eru að gera flotta hluti.
Reykjavíkurdætur eru að gera flotta hluti. Mynd/aðsend
Reykjavíkurdætur eru að fara á mikið flakk á næstu mánuðum en þær hafa verið bókaðar á margar af stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu en í dag var tilkynnt að þær kæmu fram á Hróarskeldu í júní.

Fyrsti túrinn er strax í byrjun mars og er ferðinni heitið til Bretlands þar sem þær munu koma fram á helstu Hip Hop stöðunum í miðbæ London. Þær eru nú þegar bókaðar á ferna tónleika og verður mjög stíf dagskrá eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá sveitinni.

Women of The World ráðstefnan í London verður á sama tíma og sveitin stígur á stokk þar í landi.

„Það er mikill heiður að vera bókaður á Hróarskeldu og það veitir okkur mikinn innblástur að fá svona ótrúlega góð viðbrögð frá mörgum af stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu,“ segir Vigdís Ósk Howser, Reykjavíkurdóttur.

„Því miður getum við ekki sagt nánar frá því hvar við komum fram því hátíðarnar tilkynna það fyrst á sínum miðlum. En við skulum bara segja að þetta verði yfirbókað sumar hjá okkur dætrunum.”

„Boltinn byrjaði að rúlla eftir Airwaves en útlendingarnir gjörsamlega féllu fyrir dætrunum. Mjög virtir einstaklingar innan tónlistarbransans hrósuðu þeim í bak og fyrir. Ég man eftir einum sem sagði að svona hóp væri hvergi annarstaðar að finna í heiminum. Enda eru þær engin venjuleg hljómsveit, þær eru óstöðvandi bylting,” segir Alda Karen umboðsmaður Reykjavíkurdætra. Einnig hefur sveitin staðfest að hún mun koma fram í Noregi ásamt fleiri stöðum. 


Tengdar fréttir

Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu

Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni.

Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk

Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.