Volkswagen Phideon fyrir Kína Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 15:55 Volkswagen Phideon er alls ekki ólíkur Phaeton heitnum. Autoblog Volkswagen ákvað að hætta smíði Phaeton lúxuskerrunnar seint á síðasta ári, en er ekki að baki dottið við að framleiða stóra lúxusfólksbíla og er nú að kynna þennan Phideon bíl á bílasýningunni í Genf. Þessi bíll er aðeins minni en Phaeton en talsvert stærri en Passat og verður eingöngu seldur í Kína. Kínverjar eru mikið fyrir stóra lúxusfólksbíla þar sem aftursætin skipta mestu máli því mektarmenn þar vilja láta keyra sig á milli staða. Þó mun ekki fara illa um ökumenn því þar má finna ökumannssæti sem hvaða lúxusbíll er sæmdur af. Í þessum bíl má velja á milli 3,0 lítra V6 bensínvélar sem er 295 hestöfl, en einnig 2,0 lítra aflminni bensínvél og tvinnútgáfa mun koma seinna. Þessi bíll er sá fyrsti sem fær Matrix MLB undirvagn Volkswagen. Eittvhað virðist þó bogið við það að Volkswagen sé að kynna bíl í Genf sem eingöngu er ætlaður Kínamarkaði, en kannski sækja margir Kínverjar sýninguna. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Volkswagen ákvað að hætta smíði Phaeton lúxuskerrunnar seint á síðasta ári, en er ekki að baki dottið við að framleiða stóra lúxusfólksbíla og er nú að kynna þennan Phideon bíl á bílasýningunni í Genf. Þessi bíll er aðeins minni en Phaeton en talsvert stærri en Passat og verður eingöngu seldur í Kína. Kínverjar eru mikið fyrir stóra lúxusfólksbíla þar sem aftursætin skipta mestu máli því mektarmenn þar vilja láta keyra sig á milli staða. Þó mun ekki fara illa um ökumenn því þar má finna ökumannssæti sem hvaða lúxusbíll er sæmdur af. Í þessum bíl má velja á milli 3,0 lítra V6 bensínvélar sem er 295 hestöfl, en einnig 2,0 lítra aflminni bensínvél og tvinnútgáfa mun koma seinna. Þessi bíll er sá fyrsti sem fær Matrix MLB undirvagn Volkswagen. Eittvhað virðist þó bogið við það að Volkswagen sé að kynna bíl í Genf sem eingöngu er ætlaður Kínamarkaði, en kannski sækja margir Kínverjar sýninguna.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent