Volkswagen Phideon fyrir Kína Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 15:55 Volkswagen Phideon er alls ekki ólíkur Phaeton heitnum. Autoblog Volkswagen ákvað að hætta smíði Phaeton lúxuskerrunnar seint á síðasta ári, en er ekki að baki dottið við að framleiða stóra lúxusfólksbíla og er nú að kynna þennan Phideon bíl á bílasýningunni í Genf. Þessi bíll er aðeins minni en Phaeton en talsvert stærri en Passat og verður eingöngu seldur í Kína. Kínverjar eru mikið fyrir stóra lúxusfólksbíla þar sem aftursætin skipta mestu máli því mektarmenn þar vilja láta keyra sig á milli staða. Þó mun ekki fara illa um ökumenn því þar má finna ökumannssæti sem hvaða lúxusbíll er sæmdur af. Í þessum bíl má velja á milli 3,0 lítra V6 bensínvélar sem er 295 hestöfl, en einnig 2,0 lítra aflminni bensínvél og tvinnútgáfa mun koma seinna. Þessi bíll er sá fyrsti sem fær Matrix MLB undirvagn Volkswagen. Eittvhað virðist þó bogið við það að Volkswagen sé að kynna bíl í Genf sem eingöngu er ætlaður Kínamarkaði, en kannski sækja margir Kínverjar sýninguna. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent
Volkswagen ákvað að hætta smíði Phaeton lúxuskerrunnar seint á síðasta ári, en er ekki að baki dottið við að framleiða stóra lúxusfólksbíla og er nú að kynna þennan Phideon bíl á bílasýningunni í Genf. Þessi bíll er aðeins minni en Phaeton en talsvert stærri en Passat og verður eingöngu seldur í Kína. Kínverjar eru mikið fyrir stóra lúxusfólksbíla þar sem aftursætin skipta mestu máli því mektarmenn þar vilja láta keyra sig á milli staða. Þó mun ekki fara illa um ökumenn því þar má finna ökumannssæti sem hvaða lúxusbíll er sæmdur af. Í þessum bíl má velja á milli 3,0 lítra V6 bensínvélar sem er 295 hestöfl, en einnig 2,0 lítra aflminni bensínvél og tvinnútgáfa mun koma seinna. Þessi bíll er sá fyrsti sem fær Matrix MLB undirvagn Volkswagen. Eittvhað virðist þó bogið við það að Volkswagen sé að kynna bíl í Genf sem eingöngu er ætlaður Kínamarkaði, en kannski sækja margir Kínverjar sýninguna.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent