Áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi hér á landi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 10:00 Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, umsjónarmenn Örvarpsins. vísir/Vilhelm Halldóra Rut og Harpa Fönn, hugmyndasmiðir og framkvæmdastjórar Örvarpsins, vinna nú hörðum höndum að uppskeruhátíð Örvarpsins sem fer fram laugardaginn 5. mars næst komandi, í Bíó Paradís. ,,Við áttuðum okkur á því að vettvangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækniþróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Örvarpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttakendur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvikmyndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrirlestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Örvarpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ segir Halldóra. Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var tileinkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstaklega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full tilhlökkunar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Halldóra Rut og Harpa Fönn, hugmyndasmiðir og framkvæmdastjórar Örvarpsins, vinna nú hörðum höndum að uppskeruhátíð Örvarpsins sem fer fram laugardaginn 5. mars næst komandi, í Bíó Paradís. ,,Við áttuðum okkur á því að vettvangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækniþróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Örvarpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttakendur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvikmyndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrirlestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Örvarpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ segir Halldóra. Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var tileinkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstaklega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full tilhlökkunar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira