Fjölskylda Ninu Simone æf vegna nýrrar kvikmyndar um tónlistarkonuna Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2016 20:23 Zoe Saldana leikur Simone en aðdáendur tónlistarkonunnar gagnrýna harkalega að húðlitur leikkonunnar virðist hafa verið gerður dekkri fyrir hlutverkið. Vísir/YouTube/Getty Fjölskylda tónlistarkonunnar sálugu, Ninu Simone, er ævareið vegna væntanlegrar kvikmyndar sem byggð er á ævi hennar. Stikla úr myndinni Ninu var frumsýnd í gær þar sem leikkonan Zoe saldana fer með hlutverk Simone. Myndin hefur verið í bígerð í þó nokkurn tíma en miklar tafir hafa orðið á framleiðslu hennar. Þegar fregnir bárust af því árið 2012 að Saldana færi með hlutverk tónlistarkonunnar heyrðust strax gagnrýnisraddir sem sögðu húðlit leikkonunnar vera „of ljósan“, en Saldana er Bandaríkjamaður af suður-amerískum uppruna.Í stiklunni virðist húð leikkonunnar hafa verið gerð dekkri fyrir hlutverkið og gagnrýndu aðdáendur Ninu Simone það harðlega og sögðu það vera vanvirðingu við arfleið hennar. Í kjölfar þeirrar gagnrýni vitnaði Saldana í Simone sjálfa á Twitter síðu sinni:"I'll tell you what freedom is to me- No Fear... I mean really, no fear." #NinaSimone— Zoe Saldana (@zoesaldana) March 2, 2016 Sem féll í grýttan jarðveg fjölskyldu tónlistarkonunnar sem bað Saldana um að gera það aldrei aftur:.@zoesaldana Cool story but please take Nina's name out your mouth. For the rest of your life.— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Á sínum tíma þegar tilkynnt var að Saldana myndi leika Simone sagði dóttir tónlistarkonunnar, Lisa, við The New York Times að móðir hennar hefði mátt þola mikið aðkast vegna útlits síns. „Móðir mín ólst upp á þeim tíma þar sem hún var sögð vera með of breitt nef og of dökkan húðlit. Útlitslega séð var þetta val ekki besti kosturinn.“ Fjölskylda Ninu Simone sagði í gær að hún vonaðist til að fólk færi að átta sig á því hversu sársaukafullt væri að sjá þá mynd sem dregin er upp af tónlistarkonunni:Hopefully people begin to understand this is painful. Gut-wrenching, heartbreaking, nauseating, soul-crushing. It shall pass, but for now...— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Í kjölfarið birti fjölskyldan brot úr lögunum Go To Hell og The Blackness. Þá hvatti hún til þess að tónleikahaldarar myndu efna til heiðurstónleika fyrir tónlistarkonuna á frumsýningardegi myndarinnar.Nina Simone fæddist árið 1933 í Norður-Karónlínu. Hún var skírð Eunice Waymon en tók nafni Nina Simone árið 1954 til að leyna því fyrir móður sinni að hún væri að leika jass og blús á veitingastað í Atlanta-borg, en móðir hennar var á því á þeim tíma að það væri tónlist djöfulsins. Hún hljóðritaði rúmlega 40 plötur á ferlinu en hún lést 70 ára gömul árið 2003. Kvikmyndin Nina verður frumsýnd í apríl. Þeir sem eru áhugasamir um þessa mögnuðu tónlistarkonuna geta nú þegar horft á heimildarmynd um ævi hennar, What Happened, Miss Simone?, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fjölskylda tónlistarkonunnar sálugu, Ninu Simone, er ævareið vegna væntanlegrar kvikmyndar sem byggð er á ævi hennar. Stikla úr myndinni Ninu var frumsýnd í gær þar sem leikkonan Zoe saldana fer með hlutverk Simone. Myndin hefur verið í bígerð í þó nokkurn tíma en miklar tafir hafa orðið á framleiðslu hennar. Þegar fregnir bárust af því árið 2012 að Saldana færi með hlutverk tónlistarkonunnar heyrðust strax gagnrýnisraddir sem sögðu húðlit leikkonunnar vera „of ljósan“, en Saldana er Bandaríkjamaður af suður-amerískum uppruna.Í stiklunni virðist húð leikkonunnar hafa verið gerð dekkri fyrir hlutverkið og gagnrýndu aðdáendur Ninu Simone það harðlega og sögðu það vera vanvirðingu við arfleið hennar. Í kjölfar þeirrar gagnrýni vitnaði Saldana í Simone sjálfa á Twitter síðu sinni:"I'll tell you what freedom is to me- No Fear... I mean really, no fear." #NinaSimone— Zoe Saldana (@zoesaldana) March 2, 2016 Sem féll í grýttan jarðveg fjölskyldu tónlistarkonunnar sem bað Saldana um að gera það aldrei aftur:.@zoesaldana Cool story but please take Nina's name out your mouth. For the rest of your life.— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Á sínum tíma þegar tilkynnt var að Saldana myndi leika Simone sagði dóttir tónlistarkonunnar, Lisa, við The New York Times að móðir hennar hefði mátt þola mikið aðkast vegna útlits síns. „Móðir mín ólst upp á þeim tíma þar sem hún var sögð vera með of breitt nef og of dökkan húðlit. Útlitslega séð var þetta val ekki besti kosturinn.“ Fjölskylda Ninu Simone sagði í gær að hún vonaðist til að fólk færi að átta sig á því hversu sársaukafullt væri að sjá þá mynd sem dregin er upp af tónlistarkonunni:Hopefully people begin to understand this is painful. Gut-wrenching, heartbreaking, nauseating, soul-crushing. It shall pass, but for now...— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Í kjölfarið birti fjölskyldan brot úr lögunum Go To Hell og The Blackness. Þá hvatti hún til þess að tónleikahaldarar myndu efna til heiðurstónleika fyrir tónlistarkonuna á frumsýningardegi myndarinnar.Nina Simone fæddist árið 1933 í Norður-Karónlínu. Hún var skírð Eunice Waymon en tók nafni Nina Simone árið 1954 til að leyna því fyrir móður sinni að hún væri að leika jass og blús á veitingastað í Atlanta-borg, en móðir hennar var á því á þeim tíma að það væri tónlist djöfulsins. Hún hljóðritaði rúmlega 40 plötur á ferlinu en hún lést 70 ára gömul árið 2003. Kvikmyndin Nina verður frumsýnd í apríl. Þeir sem eru áhugasamir um þessa mögnuðu tónlistarkonuna geta nú þegar horft á heimildarmynd um ævi hennar, What Happened, Miss Simone?, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira