Tökur á myndinni fara meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.
Amyra Dastur og Disha Patani eru í aðalhlutverkum í myndinni og virðast kunna vel að meta Ísland ef marka má myndirnar að neðan.
Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.
Flottur jökullinn
Veðrið virðist hafa leikið við tökuliðið
Æfing í ísklifri
Hoppað af gleði