Alls ekki þægileg innivinna 5. mars 2016 10:00 ,,Eftirspurn eftir mér til að leika illmenni hefur verið töluverð og ég hef haft óskaplega gaman af að spreyta mig á þeim,“ segir Pálmi Gestsson leikari. MYND/ANTON BRINK Leikarinn góðkunni Pálmi Gestsson hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum undanfarið ár. Nýlega lauk sjónvarpsþáttaseríunni vinsælu Ófærð, þar sem Pálmi lék Hrafn bæjarstjóra með eftirminnilegum hætti og í síðustu viku var kvikmyndin Fyrir framan annað fólk frumsýnd þar sem Pálmi fer á kostum í hlutverki Finns Finnssonar, föður aðalkvenpersónu myndarinnar. Það er einnig nóg að gera á fjölum Þjóðleikhússins þar sem Pálmi hefur starfað undanfarin 33 ár. Í vetur hefur hann leikið í Sporvagninum Girnd og í næstu viku verður blóðuga vampíruleikritið Hleyptu þeim rétta inn frumsýnt. „Svo erum við Spaugstofufélagarnir að sýna 30 ára afmælissýningu okkar, Yfir til þín, sem átti nú bara að sýna eina helgi eða tvær í haust en fékk svo góðar viðtökur að við erum enn að fyrir fullu húsi! Við erum afar þakklátir og hrærðir yfir þessum frábæru viðtökum.“Þykir vænt um Finn Kvikmyndin Fyrir framan annað fólk hefur fengið góða dóma og viðtökur. Pálmi er ánægður með myndina og þykir afar vænt um hinn lífsglaða og margbrotna Finn Finnsson sem hann leikur. „Finnur á sér margar fyrirmyndir og við öll þekkjum þá eðlisþætti sem búa í honum. Þegar maður býr til persónur eða túlkar, leitar maður alltaf í sjálfan sig og reynslu sína af fólki og mannlegum samskiptum í gegnum tíðina. Þannig má finna heilmikið bæði af mér og mörgum öðrum í þeim góða manni.“ Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson og segir Pálmi ákaflega gott að vinna með honum. Hann hafi verið mjög vel undirbúinn og vitað nákvæmlega hvað hann vildi. „Ég hef aldrei unnið með kvikmyndaleikstjóra sem æfir eins mikið. Það skilar sér margfalt á tökustað og um leið í betri útkomu. Allt vinnuferlið gekk óvenju vel og ekki má gleyma þætti framleiðandans, True North með Kristin Thordarson í fararbroddi. Þetta var sem sagt draumapródúsjón.“Bjartir tímar fram undan Undanfarna tvo mánuði sat stór hluti þjóðarinnar límdur við sjónvarpsskjáinn og fylgdist með Ófærð. Pálmi segir það hafa verið feykilega gaman að taka þátt í gerð þáttanna en um leið hafi sú vinna verið mjög krefjandi. „Álagið var mikið en upptökur þáttanna tóku um hundrað daga. Aðstæður voru oft snúnar þegar upptökur fóru fram úti á landi í vondum veðrum og margir leikararnir fastir í leikhúsunum hér fyrir sunnan. Sjálfur lenti ég í því að fljúga norður, eftir æfingar í Reykjavík, og leika um nóttina þar og freista þess að ná morgunvélinni suður til að geta mætt í leikhúsið um morguninn. Síðan var flogið aftur eftir æfingu norður og leikið næstu nótt. En þetta er sá veruleiki sem við búum við hér á landi. Þetta er nú ekki alltaf þægileg innivinna eins og Flosi Ólafsson leikari sagði einhvern tíma.“Athyglisverð glíma Hann segir það hafa verið verðugt verkefni og um leið skemmtilega og athyglisverða glímu að fást við við bæjarstjórann góða á Siglufirði. Þótt stór hluti þjóðarinnar hafi oftast séð Pálma í ýmsum hlutverkum í Spaugstofunni hefur hann á löngum leikhúsferli leikið á annað hundrað hlutverk og mörg hver afar dramatísk. „Eftirspurn eftir mér til að leika illmenni hefur verið töluverð og ég hef haft óskaplega gaman af að spreyta mig á þeim, enda fátt skemmtilegra í starfi leikarans en að kanna sálarkima manneskjunnar á sem víðastan hátt, ekki síst myrkviði hennar. Þegar hinar myrkari og erfiðari sálarflækjur mannlegs eðlis eru kannaðar varpar það skýrara ljósi á þá kosti sem við viljum heldur að prýði fólk og gerir manni kannski auðveldara að feta frekar þær götur sem eru dyggðum prýddari og að þeim eðlisþáttum sem við viljum heldur sjá í fari sjálfra okkar og annarra.“ Hann rifjar upp þegar hann og vinur hans og kollegi, Ólafur Egill Egilsson, léku illa innrætta skúrka í sýningu Þjóðleikhússins á Hreinsun eftir Sofie Oxanen. „Við veltum þá fyrir okkur hvers vegna prýðismenn eins og við veldumst til að leika þessi ómenni og komumst að því að það sé nauðsynlegt að gegnheil góðmenni leiki skúrka og illmenni svo bragð sé að.“Jarðtenging í Bolungarvík Mikið hefur verið rætt og ritað um kvikmynda- og sjónvarpsárið 2015 sem þótti óvenju gott. Pálmi er sammála því og gleðst yfir góðum árangri stéttarinnar. „Fyrir mörgum árum var talað um íslenska kvikmyndavorið. Nú er komið hásumar og mjög spennandi tímar fram undan. Það er löngu ljóst að við eigum fagfólk í þessum geira, ekki bara leikara og leikstjóra heldur líka tæknifólk og fjölda annarra sem einfaldlega kunna að búa til góðar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Framtíðin er björt en líka háð því að stjórnvöld og almenningur fari að hugsa og tala öðruvísi og átti sig á því hversu stór þessi grein er orðin og arðvænleg.“ Fyrir utan fyrrnefnd leikverk er nánasta framtíð óráðin hjá leikaranum. „Ég hef verið svo heppinn í lífi mínu að það hefur alltaf verið heldur meira að gera en minna, stundum kannski meira en góðu hófi gegnir sem er náttúrulega lúxusvandamál. En mest hlakka ég þó til að komast á óðalið mitt í Bolungarvík þar sem við hjónin höfum gert upp æskuheimili mitt. Þangað sæki ég reglulega jarðtengingu og næringu og er stefnan sett þangað um páskana.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikarinn góðkunni Pálmi Gestsson hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum undanfarið ár. Nýlega lauk sjónvarpsþáttaseríunni vinsælu Ófærð, þar sem Pálmi lék Hrafn bæjarstjóra með eftirminnilegum hætti og í síðustu viku var kvikmyndin Fyrir framan annað fólk frumsýnd þar sem Pálmi fer á kostum í hlutverki Finns Finnssonar, föður aðalkvenpersónu myndarinnar. Það er einnig nóg að gera á fjölum Þjóðleikhússins þar sem Pálmi hefur starfað undanfarin 33 ár. Í vetur hefur hann leikið í Sporvagninum Girnd og í næstu viku verður blóðuga vampíruleikritið Hleyptu þeim rétta inn frumsýnt. „Svo erum við Spaugstofufélagarnir að sýna 30 ára afmælissýningu okkar, Yfir til þín, sem átti nú bara að sýna eina helgi eða tvær í haust en fékk svo góðar viðtökur að við erum enn að fyrir fullu húsi! Við erum afar þakklátir og hrærðir yfir þessum frábæru viðtökum.“Þykir vænt um Finn Kvikmyndin Fyrir framan annað fólk hefur fengið góða dóma og viðtökur. Pálmi er ánægður með myndina og þykir afar vænt um hinn lífsglaða og margbrotna Finn Finnsson sem hann leikur. „Finnur á sér margar fyrirmyndir og við öll þekkjum þá eðlisþætti sem búa í honum. Þegar maður býr til persónur eða túlkar, leitar maður alltaf í sjálfan sig og reynslu sína af fólki og mannlegum samskiptum í gegnum tíðina. Þannig má finna heilmikið bæði af mér og mörgum öðrum í þeim góða manni.“ Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson og segir Pálmi ákaflega gott að vinna með honum. Hann hafi verið mjög vel undirbúinn og vitað nákvæmlega hvað hann vildi. „Ég hef aldrei unnið með kvikmyndaleikstjóra sem æfir eins mikið. Það skilar sér margfalt á tökustað og um leið í betri útkomu. Allt vinnuferlið gekk óvenju vel og ekki má gleyma þætti framleiðandans, True North með Kristin Thordarson í fararbroddi. Þetta var sem sagt draumapródúsjón.“Bjartir tímar fram undan Undanfarna tvo mánuði sat stór hluti þjóðarinnar límdur við sjónvarpsskjáinn og fylgdist með Ófærð. Pálmi segir það hafa verið feykilega gaman að taka þátt í gerð þáttanna en um leið hafi sú vinna verið mjög krefjandi. „Álagið var mikið en upptökur þáttanna tóku um hundrað daga. Aðstæður voru oft snúnar þegar upptökur fóru fram úti á landi í vondum veðrum og margir leikararnir fastir í leikhúsunum hér fyrir sunnan. Sjálfur lenti ég í því að fljúga norður, eftir æfingar í Reykjavík, og leika um nóttina þar og freista þess að ná morgunvélinni suður til að geta mætt í leikhúsið um morguninn. Síðan var flogið aftur eftir æfingu norður og leikið næstu nótt. En þetta er sá veruleiki sem við búum við hér á landi. Þetta er nú ekki alltaf þægileg innivinna eins og Flosi Ólafsson leikari sagði einhvern tíma.“Athyglisverð glíma Hann segir það hafa verið verðugt verkefni og um leið skemmtilega og athyglisverða glímu að fást við við bæjarstjórann góða á Siglufirði. Þótt stór hluti þjóðarinnar hafi oftast séð Pálma í ýmsum hlutverkum í Spaugstofunni hefur hann á löngum leikhúsferli leikið á annað hundrað hlutverk og mörg hver afar dramatísk. „Eftirspurn eftir mér til að leika illmenni hefur verið töluverð og ég hef haft óskaplega gaman af að spreyta mig á þeim, enda fátt skemmtilegra í starfi leikarans en að kanna sálarkima manneskjunnar á sem víðastan hátt, ekki síst myrkviði hennar. Þegar hinar myrkari og erfiðari sálarflækjur mannlegs eðlis eru kannaðar varpar það skýrara ljósi á þá kosti sem við viljum heldur að prýði fólk og gerir manni kannski auðveldara að feta frekar þær götur sem eru dyggðum prýddari og að þeim eðlisþáttum sem við viljum heldur sjá í fari sjálfra okkar og annarra.“ Hann rifjar upp þegar hann og vinur hans og kollegi, Ólafur Egill Egilsson, léku illa innrætta skúrka í sýningu Þjóðleikhússins á Hreinsun eftir Sofie Oxanen. „Við veltum þá fyrir okkur hvers vegna prýðismenn eins og við veldumst til að leika þessi ómenni og komumst að því að það sé nauðsynlegt að gegnheil góðmenni leiki skúrka og illmenni svo bragð sé að.“Jarðtenging í Bolungarvík Mikið hefur verið rætt og ritað um kvikmynda- og sjónvarpsárið 2015 sem þótti óvenju gott. Pálmi er sammála því og gleðst yfir góðum árangri stéttarinnar. „Fyrir mörgum árum var talað um íslenska kvikmyndavorið. Nú er komið hásumar og mjög spennandi tímar fram undan. Það er löngu ljóst að við eigum fagfólk í þessum geira, ekki bara leikara og leikstjóra heldur líka tæknifólk og fjölda annarra sem einfaldlega kunna að búa til góðar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Framtíðin er björt en líka háð því að stjórnvöld og almenningur fari að hugsa og tala öðruvísi og átti sig á því hversu stór þessi grein er orðin og arðvænleg.“ Fyrir utan fyrrnefnd leikverk er nánasta framtíð óráðin hjá leikaranum. „Ég hef verið svo heppinn í lífi mínu að það hefur alltaf verið heldur meira að gera en minna, stundum kannski meira en góðu hófi gegnir sem er náttúrulega lúxusvandamál. En mest hlakka ég þó til að komast á óðalið mitt í Bolungarvík þar sem við hjónin höfum gert upp æskuheimili mitt. Þangað sæki ég reglulega jarðtengingu og næringu og er stefnan sett þangað um páskana.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira