Clarkson, Hammond og May á torfæruútgáfu Benz SL Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 15:24 Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Upptökur standa nú yfir á tilvonandi bílaþáttum fyrrum Top Gear stjórnendannna Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fyrir netsíðu Amazon. Ekki er enn komið nafn á þáttaröð þeirra. Þeir sáust á götum ónefnds bæjar í Bretlandi fyrir stuttu og óku þar um á harla óvenjulegum bíl, þ.e. sportbílnum Mercedes Bens SL sem breytt hefur veið í torfærubíl. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að vegfarandi einn myndaði akstur þeirra og stoppaði þá Jeremy Clarkson og tók hann tali og spurði hann hvort hann væri að mynda bílinn vegna þess hve frábær hann væri. Það var að minnsta kosti hans skoðun, hvort sem talað var frá hjartanu eður ei. Einhverjar fréttir voru af því í vikunni að þremenningarnir hefðu lent í slysi, en það hefur þá ekki verið alvarlegt þar sem þetta var myndað skömmu síðar. Nú bíða bílaáhugamenn bara spenntir eftir nýju þáttunum frá þríeykinu og víst er að þar verður ýmislegt forvitnilegt, ef marka má þetta stutta myndskeið.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent