Eurovision réttur Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran skrifar 20. febrúar 2016 11:44 Í kvöld er úrslitakeppni Eurovision og tilvalið að skella í þennan girnilega Doritos kjúkling og borða á meðan keppninni stendur. Vísir/Eva Laufey Kjúklingurinn 700 g kjúklingakjöt, ég notaði lundir 6 msk sýrður rjómi 1 tsk papriku krydd 1 tsk mexíkósk kryddblanda salt og pipar 1 poki appelsínugulur Doritos ólífuolía Sósa: 1 dós sýrður rjómi 5 - 6 msk salsa sósa Aðferð: Skerið kjúklingabitana í jafn stóra bita. Blandið saman í skál sýrða rjómanum, paprikukryddi, mexíkóskri kryddblöndu, salti og pipar og hrærið vel saman. Þekjið kjúklingabitana með sósunni og geymið í kæli í 30 mínútur. Myljið snakkið í matvinnsluvél en ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá getið þið barið á snakkið með t.d. kökukefli. Veltið kjúklingabitunum upp úr snakkinu og leggið síðan á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20 - 25 mínútur. Berið fram með léttri salsasósu og fersku salati. Sósan aðferð: Blandið sýrða rjómanum og salsasósu saman í skál og berið fram með kjúklingabitunum. Njótið vel. Eva Laufey Kjúklingur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið
Kjúklingurinn 700 g kjúklingakjöt, ég notaði lundir 6 msk sýrður rjómi 1 tsk papriku krydd 1 tsk mexíkósk kryddblanda salt og pipar 1 poki appelsínugulur Doritos ólífuolía Sósa: 1 dós sýrður rjómi 5 - 6 msk salsa sósa Aðferð: Skerið kjúklingabitana í jafn stóra bita. Blandið saman í skál sýrða rjómanum, paprikukryddi, mexíkóskri kryddblöndu, salti og pipar og hrærið vel saman. Þekjið kjúklingabitana með sósunni og geymið í kæli í 30 mínútur. Myljið snakkið í matvinnsluvél en ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá getið þið barið á snakkið með t.d. kökukefli. Veltið kjúklingabitunum upp úr snakkinu og leggið síðan á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20 - 25 mínútur. Berið fram með léttri salsasósu og fersku salati. Sósan aðferð: Blandið sýrða rjómanum og salsasósu saman í skál og berið fram með kjúklingabitunum. Njótið vel.
Eva Laufey Kjúklingur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið