Enski boltinn

Rúnar og lærisveinar töpuðu fyrir Newcastle

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í búningi Lilleström.
Rúnar í búningi Lilleström. vísir/getty
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström töpuðu 2-1 fyrir enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle í æfingarleik á Spáni í dag, en bæði liðin eru þær að undirbúa sig fyrir komandi verkefni í sínum deildum.

Árni Vilhjálmsson byrjaði á bekknum, en hann kom svo inná sem varamaður fyrir Erling Knudzton.

Georgina Wijnaldum kom Newcastle yfir á þriðju mínútu, en Bassel Jaradi jafnaði fyrir Lilleström á níundu mínútu. Sigurmarkið kom stundarfjórðungi fyrir leikslok, en það gerði Ronaldo Aarons.

2-1 sigur Lilleström staðreynd, en bæði lið voru að undirbúa sig fyrir komandi verkefni í sínum deildum á Spáni. Newcastle er dottið úr FA-bikarnum og var því í fríi þessa helgina. Því ákvað liðið að skella sér til La Manga.

Byrjunarlið Newcastle: Darlow; Janmaat, Taylor, Lascelles, Gibson; Saivet, Shelvey (c); Townsend, Wijnaldum, Perez; Doumbia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×