Tvær kvikmyndir með Alan Rickman frumsýndar í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2016 18:58 Alan Rickman í hlutverki herforingjans Frank Benson. Leikaranum ástsæla Alan Rickman, sem varð heiminum harmdauði í janúar síðastliðnum eftir baráttu við krabbamein, mun bregða fyrir í tveimur nýjum kvikmyndum í ár. Í kvikmyndinni Eye In The Sky, sem væntanleg er í kvikmyndahús í apríl, leikur Rickman ásamt þeim Hellen Mirren og Aaron Paul.Sjá einnig: Alan Rickman látinn Myndin fjallar um afleiðingar drónaárása og er sögð spennutryllir af bestu gerð. Þar bregður Rickman sér í líki herforingjans Frank Benson sem verður að ákveða hvort uppræting glæpahóps í Austur-Afríku réttlæti dauða ungrar stúlku. Hér að neðan má sjá stiklu úr Eye In the Sky.Í nýrri kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi, Alice Through The Looking Glass, má heyra hina einkennandi rödd Rickmans en hann ljáði margfætlunni rödd sína áður en hann lést. Í stiklunni hér að neðan má til að mynda heyra henni bregða fyrir. „Þú hefur verið of lengi í burtu, Lísa. Vini má ekki hunsa," segir hann meðal annars. Kvikmyndin verður frumsýnd í maí. Þrátt fyrir að hlutverk margfætlunnar sé ekki það stærsta sem hann tókst á við bætist hún í hóp þeirra fjölmörgu persóna sem Rickman glæddi lífi og höfðu áhrif á dægurmenningu vesturheims. Fjölmargir minnast Rickmans sem Hans Gruber úr kvikmyndinni Die Hard frá árinu 1988. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30 Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45 Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikaranum ástsæla Alan Rickman, sem varð heiminum harmdauði í janúar síðastliðnum eftir baráttu við krabbamein, mun bregða fyrir í tveimur nýjum kvikmyndum í ár. Í kvikmyndinni Eye In The Sky, sem væntanleg er í kvikmyndahús í apríl, leikur Rickman ásamt þeim Hellen Mirren og Aaron Paul.Sjá einnig: Alan Rickman látinn Myndin fjallar um afleiðingar drónaárása og er sögð spennutryllir af bestu gerð. Þar bregður Rickman sér í líki herforingjans Frank Benson sem verður að ákveða hvort uppræting glæpahóps í Austur-Afríku réttlæti dauða ungrar stúlku. Hér að neðan má sjá stiklu úr Eye In the Sky.Í nýrri kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi, Alice Through The Looking Glass, má heyra hina einkennandi rödd Rickmans en hann ljáði margfætlunni rödd sína áður en hann lést. Í stiklunni hér að neðan má til að mynda heyra henni bregða fyrir. „Þú hefur verið of lengi í burtu, Lísa. Vini má ekki hunsa," segir hann meðal annars. Kvikmyndin verður frumsýnd í maí. Þrátt fyrir að hlutverk margfætlunnar sé ekki það stærsta sem hann tókst á við bætist hún í hóp þeirra fjölmörgu persóna sem Rickman glæddi lífi og höfðu áhrif á dægurmenningu vesturheims. Fjölmargir minnast Rickmans sem Hans Gruber úr kvikmyndinni Die Hard frá árinu 1988. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30 Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45 Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44
Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30
Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45
Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06