Conor mætir Nate Diaz Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2016 07:36 Þetta verður rosalegur bardagi. Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016 MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016
MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45
Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34
Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12