Bíó og sjónvarp

Magnaðar myndir bak við tjöldin úr nýjustu mynd Baltasars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baltasar á báðum megin við borðið í þessari mynd.
Baltasar á báðum megin við borðið í þessari mynd. myndir/Lilja jóns
Tökur hafa staðið yfir undanfarið á myndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Sjálfur fer Baltasar með aðalhlutverkið í henni auk þeirra Heru Hilmarsdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar. Baltasar framleiðir myndina ásamt Agnesi Johansen og RVK Studios.

Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.

Aðalhandritshöfundur myndarinnar er Ólafur Egilsson en myndinni hefur Baltasar lýst í viðtölum sem raunverulegri útgáfu af Taken og segir sjálfsagt flesta þekkja sögur sem líkjast á einhvern hátt söguþræðinum í myndinni þar sem örvæntingarástand skapast innan fjölskyldunnar.

Lilja Jónsdóttir, ljósmyndari, tók magnaðar myndir á setti á dögunum og hefur Lífið fengið góðfúslegt leyfi frá henni að birta þær myndir. Nú geta lesendur Lífsins komist í ótrúlegt návígi við leikara og allt tökulið sem kemur að Eiðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×