Gjaldeyrissparandi heimilisrekstur Þórlindur Kjartansson skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Það eru víst margir pirraðir út af nýjum búvörusamningi. Það er svosem ekkert skrýtið. Samningurinn kostar tugi milljarða á ári hverju, bindur hendur nokkurra ríkisstjórna fram í tímann, hamlar valfrelsi neytenda og virðist færu einu tilteknu markaðsráðandi einkafyrirtæki óhagganleg völd yfir mikilvægum hluta matvörumarkaðarins. En getur verið að þeir sem láta þetta fara í taugarnar á sér hafi ekki kynnt sér röksemdafærslur forsætisráðherra? Hann segir nefnilega á bloggíðunni sinni að samningurinn snúist um að spara gjaldeyri og „nýta auðlindir landsins til að búa til gæðavöru og selja hana á samkeppnishæfu verði“. Hann segir að með því að eyða þrettán til fjórtán milljörðum króna á ári í stuðning við landbúnaðinn þá sparist 50 milljarðar í gjaldeyri. Á hverju ári! Þetta er frábær hugmynd. Maður hlýtur að spyrja af hverju í ósköpunum við styðjum ekki landbúnaðinn ennþá meira úr því við græðum svona geggjað mikið á því.Heimaiðnaður í hávegum Ég ætla að minnsta kosti að taka mér þessa miklu búmannsspeki forsætisráðherra til fyrirmyndar og gera stórkostlegar breytingar á mínum eigin lifnaðarháttum. Því miður er það svo að hér á landi virðist hin hagsýna húsmóðir hafa farist í sama menningarlega stórslysinu og hinn handlagni heimilisfaðir. Það kann enginn lengur að gera rassgat heima hjá sér. Fyrir vikið sóar fólk óheyrilegum fjármunum í alls kyns vörur og þjónustu sem það hefði allteins getað verið fullkomlega sjálfbært um. Fólk eyðir ótrúlegum upphæðum í tilbúinn skyndibita og veitingahúsamat, ný föt eru keypt þegar gera hefði mátt við þau gömlu og bílar eru nánast sendir á verkstæði til þess að láta skipta um útvarpsstöð í græjunum. Enginn tekur slátur. En nú verður sagt stopp við þessu á mínu heimili og hin hagsýna heimspeki þjóðarleiðtogans höfð í öndvegi.Sparnaðarráðin leynast víða Við athugun á útgjöldum heimilisins hef ég komist að því að verið er að eyða gjaldeyri í fjölmarga hluti sem við gætum alveg eins gert sjálf. Fyrst er rétt að nefna hið augljósa, sem er dagvistun yngsta barnsins. Það er klárlega verkefni sem hægt er að sinna inni á heimilinu og spara þar með nokkra tugi þúsunda á mánuði. Það má líka spara verulega með því að borða sjaldnar (helst aldrei) pantaðan skyndibita—hvað þá veitingastaðamat. Og ef út í það er farið er lítið mál að vera með nokkrar hænur á svölunum, og þurfa þar með ekki að sólunda peningum í egg og fuglakjöt. Kaup á tilbúnum fatnaði er ekki síður glórulaus sóun, það er ekkert sem mælir gegn því að maður saumi sjálfur sín eigin föt, eins og fólk hefur gert hér á landi frá aldaöðli. Þá þarf reyndar að eyða gjaldeyri í efni, nema maður taki þetta skrefinu lengra og haldi nokkrar rollur sem hægt er að rýja á haustin og gera svo einhvern veginn föt úr því sem maður rýir. (Er það ekki örugglega einhvern veginn þannig sem það virkar þegar maður breytir dýri í föt?)Sjálfbær skemmtun Hvað varðar annan aðkeyptan óþarfa—eins og sjónvarpsefni og afþreyingu, þá er vitaskuld ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því að búa bara til sínar eigin sögur og skemmtiatriði og leggja á minnið í staðinn fyrir að skrifa þær niður á aðkeyptan pappír. Ódýrasta tónlistin er náttúrlega sú sem maður skapar sjálfur algjörlega án aðkeyptra hjálpartækja, eins og hljóðfæra og nótna. Það er hægt að syngja, flauta, og berja sér á brjóst eins og Magnús Scheving gerði forðum í Pepsí-auglýsingunni. Hver segir að það þurfi að vera leiðinlegt þó maður spari peninga?Tímafrekar tækninýjungar Það fylgir þó sá böggull skammrifi að hætt er við því að hið sjálfbæra heimilishagkerfi bjóði ekki upp á mikla sköpun nýrra verðmæta. Tími og orka allra heimilismanna verður sennilega fljótlega fullnýtt við ýmis konar gjaldeyrissparandi vinnu og þar með minnkar tíminn og orkan sem hefði mátt nota til gjaldeyrisöflunar. Einhverjum svokölluðum nútímaþægindum gæti líka þurft að fórna. Það tæki mig til að mynda líklega mjög langan tíma að búa til farsíma heima hjá mér. Og það er alls ekki víst að hann yrði jafn góður og til dæmis iPhone frá Apple. Og jafnvel þótt mér tækist að búa til snjallsíma gæti mér þótt það helst til blóðugt að eyða gjaldeyri í að tengja símann við símanetið sjálft, og það gæti verið tímafrekt að setja upp sitt eigið kerfi. Það gæti líka tekið langan tíma að búa sjálfur til öll forritin á símann. En það verður þá bara að koma í ljós.Heimilisleg hagstjórn Og hvernig ætli aðrir í fjölskyldunni taki þessu? gæti einhver spurt. A-ha. Ég er nefnilega búinn að leysa það. Til þess að tryggja að allir leggi sitt af mörkum—því það verður að játast að allur þessi útgjaldasparnaður felur í sér frekar leiðinleg og tímafrek verkefni—þá fá allir borgað fyrir það sem þeir gera. Það er hins vegar mjög mikilvægt að borga fólki ekki í gjaldeyri, því þá er hætt við að heimilisfólkið freistist til þess að nota gjaldeyrinn óskynsamlega eða til þess að koma sér hjá hinum gjaldeyrissparandi verkefnum. Betra er að notast við einhverja aðra peninga, til dæmis Matador-pening, eða seðlana úr gamla Útvegsspilinu—en svo mætti bjóða heimilisfólkinu upp á að skipta peningunum sínum í gjaldeyri ef góð ástæða er til og aðstæður heimilisins leyfa það. Æ, ég veit það ekki—kannski er þetta heimskuleg hugmynd hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Það eru víst margir pirraðir út af nýjum búvörusamningi. Það er svosem ekkert skrýtið. Samningurinn kostar tugi milljarða á ári hverju, bindur hendur nokkurra ríkisstjórna fram í tímann, hamlar valfrelsi neytenda og virðist færu einu tilteknu markaðsráðandi einkafyrirtæki óhagganleg völd yfir mikilvægum hluta matvörumarkaðarins. En getur verið að þeir sem láta þetta fara í taugarnar á sér hafi ekki kynnt sér röksemdafærslur forsætisráðherra? Hann segir nefnilega á bloggíðunni sinni að samningurinn snúist um að spara gjaldeyri og „nýta auðlindir landsins til að búa til gæðavöru og selja hana á samkeppnishæfu verði“. Hann segir að með því að eyða þrettán til fjórtán milljörðum króna á ári í stuðning við landbúnaðinn þá sparist 50 milljarðar í gjaldeyri. Á hverju ári! Þetta er frábær hugmynd. Maður hlýtur að spyrja af hverju í ósköpunum við styðjum ekki landbúnaðinn ennþá meira úr því við græðum svona geggjað mikið á því.Heimaiðnaður í hávegum Ég ætla að minnsta kosti að taka mér þessa miklu búmannsspeki forsætisráðherra til fyrirmyndar og gera stórkostlegar breytingar á mínum eigin lifnaðarháttum. Því miður er það svo að hér á landi virðist hin hagsýna húsmóðir hafa farist í sama menningarlega stórslysinu og hinn handlagni heimilisfaðir. Það kann enginn lengur að gera rassgat heima hjá sér. Fyrir vikið sóar fólk óheyrilegum fjármunum í alls kyns vörur og þjónustu sem það hefði allteins getað verið fullkomlega sjálfbært um. Fólk eyðir ótrúlegum upphæðum í tilbúinn skyndibita og veitingahúsamat, ný föt eru keypt þegar gera hefði mátt við þau gömlu og bílar eru nánast sendir á verkstæði til þess að láta skipta um útvarpsstöð í græjunum. Enginn tekur slátur. En nú verður sagt stopp við þessu á mínu heimili og hin hagsýna heimspeki þjóðarleiðtogans höfð í öndvegi.Sparnaðarráðin leynast víða Við athugun á útgjöldum heimilisins hef ég komist að því að verið er að eyða gjaldeyri í fjölmarga hluti sem við gætum alveg eins gert sjálf. Fyrst er rétt að nefna hið augljósa, sem er dagvistun yngsta barnsins. Það er klárlega verkefni sem hægt er að sinna inni á heimilinu og spara þar með nokkra tugi þúsunda á mánuði. Það má líka spara verulega með því að borða sjaldnar (helst aldrei) pantaðan skyndibita—hvað þá veitingastaðamat. Og ef út í það er farið er lítið mál að vera með nokkrar hænur á svölunum, og þurfa þar með ekki að sólunda peningum í egg og fuglakjöt. Kaup á tilbúnum fatnaði er ekki síður glórulaus sóun, það er ekkert sem mælir gegn því að maður saumi sjálfur sín eigin föt, eins og fólk hefur gert hér á landi frá aldaöðli. Þá þarf reyndar að eyða gjaldeyri í efni, nema maður taki þetta skrefinu lengra og haldi nokkrar rollur sem hægt er að rýja á haustin og gera svo einhvern veginn föt úr því sem maður rýir. (Er það ekki örugglega einhvern veginn þannig sem það virkar þegar maður breytir dýri í föt?)Sjálfbær skemmtun Hvað varðar annan aðkeyptan óþarfa—eins og sjónvarpsefni og afþreyingu, þá er vitaskuld ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því að búa bara til sínar eigin sögur og skemmtiatriði og leggja á minnið í staðinn fyrir að skrifa þær niður á aðkeyptan pappír. Ódýrasta tónlistin er náttúrlega sú sem maður skapar sjálfur algjörlega án aðkeyptra hjálpartækja, eins og hljóðfæra og nótna. Það er hægt að syngja, flauta, og berja sér á brjóst eins og Magnús Scheving gerði forðum í Pepsí-auglýsingunni. Hver segir að það þurfi að vera leiðinlegt þó maður spari peninga?Tímafrekar tækninýjungar Það fylgir þó sá böggull skammrifi að hætt er við því að hið sjálfbæra heimilishagkerfi bjóði ekki upp á mikla sköpun nýrra verðmæta. Tími og orka allra heimilismanna verður sennilega fljótlega fullnýtt við ýmis konar gjaldeyrissparandi vinnu og þar með minnkar tíminn og orkan sem hefði mátt nota til gjaldeyrisöflunar. Einhverjum svokölluðum nútímaþægindum gæti líka þurft að fórna. Það tæki mig til að mynda líklega mjög langan tíma að búa til farsíma heima hjá mér. Og það er alls ekki víst að hann yrði jafn góður og til dæmis iPhone frá Apple. Og jafnvel þótt mér tækist að búa til snjallsíma gæti mér þótt það helst til blóðugt að eyða gjaldeyri í að tengja símann við símanetið sjálft, og það gæti verið tímafrekt að setja upp sitt eigið kerfi. Það gæti líka tekið langan tíma að búa sjálfur til öll forritin á símann. En það verður þá bara að koma í ljós.Heimilisleg hagstjórn Og hvernig ætli aðrir í fjölskyldunni taki þessu? gæti einhver spurt. A-ha. Ég er nefnilega búinn að leysa það. Til þess að tryggja að allir leggi sitt af mörkum—því það verður að játast að allur þessi útgjaldasparnaður felur í sér frekar leiðinleg og tímafrek verkefni—þá fá allir borgað fyrir það sem þeir gera. Það er hins vegar mjög mikilvægt að borga fólki ekki í gjaldeyri, því þá er hætt við að heimilisfólkið freistist til þess að nota gjaldeyrinn óskynsamlega eða til þess að koma sér hjá hinum gjaldeyrissparandi verkefnum. Betra er að notast við einhverja aðra peninga, til dæmis Matador-pening, eða seðlana úr gamla Útvegsspilinu—en svo mætti bjóða heimilisfólkinu upp á að skipta peningunum sínum í gjaldeyri ef góð ástæða er til og aðstæður heimilisins leyfa það. Æ, ég veit það ekki—kannski er þetta heimskuleg hugmynd hjá mér.