Skyramisú að hætti Evu Laufeyjar Eva Laufey Hermannsdóttir skrifar 28. febrúar 2016 10:00 visir.is/evalaufey Súkkulaði og kaffidraumurSkyramísúFlest þekkjum við ítalska eftirréttinn ‚Tíramísú‘. Ég notaði skyr í stað þess að nota mascarpone og útkoman var virkilega góð.2 egg50 g sykur500 g vanilluskyr250 ml rjómi1 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur4 dl þeyttur rjómi200 g kökufingur (Lady fingers kex)6-7 dl sterkt uppáhellt kaffiGott kakó, magn eftir smekkSúkkulaði, smátt saxaðAðferð Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið skyrinu við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillunni og rjómanum (þeyttur) varlega saman við með sleif. Leggið blönduna til hliðar í stutta stund á meðan þið hugið að kökunum. Hellið upp á sterkt kaffi og setjið kaffið í skál. Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og skiptið þeim niður í desert skálar eða fallega skál. Setjið helminginn af skyrblöndunni ofan á kökufingurna, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið. Í lokin er stráð vel af kakói yfir réttinn. Það þarf að kæla þennan rétt í lágmark 4 klukkustundir áður en þið berið hann fram, best finnst mér að geyma hann í kæli yfir nótt.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Mest lesið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Súkkulaði og kaffidraumurSkyramísúFlest þekkjum við ítalska eftirréttinn ‚Tíramísú‘. Ég notaði skyr í stað þess að nota mascarpone og útkoman var virkilega góð.2 egg50 g sykur500 g vanilluskyr250 ml rjómi1 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur4 dl þeyttur rjómi200 g kökufingur (Lady fingers kex)6-7 dl sterkt uppáhellt kaffiGott kakó, magn eftir smekkSúkkulaði, smátt saxaðAðferð Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið skyrinu við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillunni og rjómanum (þeyttur) varlega saman við með sleif. Leggið blönduna til hliðar í stutta stund á meðan þið hugið að kökunum. Hellið upp á sterkt kaffi og setjið kaffið í skál. Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og skiptið þeim niður í desert skálar eða fallega skál. Setjið helminginn af skyrblöndunni ofan á kökufingurna, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið. Í lokin er stráð vel af kakói yfir réttinn. Það þarf að kæla þennan rétt í lágmark 4 klukkustundir áður en þið berið hann fram, best finnst mér að geyma hann í kæli yfir nótt.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Mest lesið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira