Heimsins besta humarsúpa Eva Laufey Kjaran skrifar 27. febrúar 2016 12:00 VISIR.IS/EVALAUFEY Lúxus humarsúpaHumarsoðSmjör600-700 g humarskeljar2 stilkar sellerí3 gulrætur1 laukur2-3 lárviðarlauf3-4 hvítlauksrif3-4 tímían greinar1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar)1 glas hvítvín (ca 3 dl)Salt og piparAðferð Skolið humarinn mjög vel og takið humarhalana upp úr skelinni. Leggið halana til hliðar. Skerið sellerí, gulrætur og lauk gróft. Steikið upp úr smjöri ásamt humarskeljum. Hellið fiskisoði og hvítvíni yfir, kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Leyfið soðinu að malla við vægan hita í rúmlega klukkstund, því lengur sem soðið fær að malla því betri verður súpan. Eftir þann tíma sigtið þá skeljarnar og grænmetið frá.Súpan2 msk hveiti2 msk smjörHumarsoðiðSmjörHumarhalar1 hvítlauksrif½ tsk eftirlæti hafmeyjunnar½ ítölsk sjávarréttarblanda500 ml rjómisalt og piparfersk steinselja Aðferð Búið þið til smjörbollu með því að bræða smjör og blanda hveiti saman við, hellið síðan soðinu út í pottinn og hrærið. Á annarri pönnu hitið smjör, steikið humarhala og kryddið til með eftirlæti hafmeyjunnar, sjávarréttakryddi, salti, pipar og hvítlauk. Steikið humarinn í 2 – 3 mínútur. Hellið rjómanum út á pönnuna og blandið öllu vel saman, hellið rjómablöndunni út í pottinn með soðinu og leyfið súpunni að malla í smá stund áður en þið berið hana fram. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir rétt áður en þið berið súpuna fram. Njótið vel. Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. Eva Laufey Humar Súpur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Lúxus humarsúpaHumarsoðSmjör600-700 g humarskeljar2 stilkar sellerí3 gulrætur1 laukur2-3 lárviðarlauf3-4 hvítlauksrif3-4 tímían greinar1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar)1 glas hvítvín (ca 3 dl)Salt og piparAðferð Skolið humarinn mjög vel og takið humarhalana upp úr skelinni. Leggið halana til hliðar. Skerið sellerí, gulrætur og lauk gróft. Steikið upp úr smjöri ásamt humarskeljum. Hellið fiskisoði og hvítvíni yfir, kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Leyfið soðinu að malla við vægan hita í rúmlega klukkstund, því lengur sem soðið fær að malla því betri verður súpan. Eftir þann tíma sigtið þá skeljarnar og grænmetið frá.Súpan2 msk hveiti2 msk smjörHumarsoðiðSmjörHumarhalar1 hvítlauksrif½ tsk eftirlæti hafmeyjunnar½ ítölsk sjávarréttarblanda500 ml rjómisalt og piparfersk steinselja Aðferð Búið þið til smjörbollu með því að bræða smjör og blanda hveiti saman við, hellið síðan soðinu út í pottinn og hrærið. Á annarri pönnu hitið smjör, steikið humarhala og kryddið til með eftirlæti hafmeyjunnar, sjávarréttakryddi, salti, pipar og hvítlauk. Steikið humarinn í 2 – 3 mínútur. Hellið rjómanum út á pönnuna og blandið öllu vel saman, hellið rjómablöndunni út í pottinn með soðinu og leyfið súpunni að malla í smá stund áður en þið berið hana fram. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir rétt áður en þið berið súpuna fram. Njótið vel. Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Eva Laufey Humar Súpur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira