Fifty Shades of Gray versta mynd síðasta árs Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 10:31 Fifty Shades of Gray naut mikilla vinsælda, þrátt fyrir að vera greinilega alveg hræðileg. Stikla Fifty Shades of Gray var ótvíræður „sigurvegari“ á Razzie-verðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Razzie-verðlaunin eru skammarverðlaun sem eru afhent degi fyrir Óskarsverðlaunin á ári hverju en þeim er ætlað að verðlauna það versta sem komið hefur frá Hollywood það árið. Alls féllu fimm verðlaun í skaut Fifty Shades of Gray. Dakota Johnson, sem fór með hlutverk Anastasiu í myndinni, var valin versta leikkonan í aðalhlutverki og mótleikari hennar Jamie Dornan, Gray sjálfur, var valinn versti leikarinn. Þau þóttu ekki einungis slæm í sitthvoru lagi heldur voru þau einnig heiðruð fyrir að vera versta leikaraparið sem birtist á hvíta tjaldinu í fyrra. Þá fékk myndin einnig verðlaun fyrir versta handritið. Í ljósi allra þessara verðlauna skal enga undra að Fifty Shades of Gray hafi verið talin versta mynd síðasta árs – en þeim verðlaunum deildi hún þó með kvikmyndinni Fantastic Four sem þótti álíka afleit. Fantastic Four veitti Fifty Shades of Gray harða samkeppni og hirti meðal annars verðlaun fyrir verstu framhaldsmynd síðasta árs sem og fyrir verstu leikstjórn. Eddie Redmayne, sem fékk Óskarinn í fyrra fyrir leik sinn í The Theory of Everything þar sem hann brá sér í hlutverk Stephen Hawking, var valinn versti aukaleikarinn. Það var frammistaða hans í framtíðarspennutryllinum Jupiter Ascending sem urðu til þess að Razzie-verðlaunin féllu í hans skaut í ár. Sem fyrr segir fer Óskarsverðalaunahátíðin fram í nótt þar sem búist er við því að The Revenant muni sópa að sér verðlaunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fifty Shades of Gray var ótvíræður „sigurvegari“ á Razzie-verðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Razzie-verðlaunin eru skammarverðlaun sem eru afhent degi fyrir Óskarsverðlaunin á ári hverju en þeim er ætlað að verðlauna það versta sem komið hefur frá Hollywood það árið. Alls féllu fimm verðlaun í skaut Fifty Shades of Gray. Dakota Johnson, sem fór með hlutverk Anastasiu í myndinni, var valin versta leikkonan í aðalhlutverki og mótleikari hennar Jamie Dornan, Gray sjálfur, var valinn versti leikarinn. Þau þóttu ekki einungis slæm í sitthvoru lagi heldur voru þau einnig heiðruð fyrir að vera versta leikaraparið sem birtist á hvíta tjaldinu í fyrra. Þá fékk myndin einnig verðlaun fyrir versta handritið. Í ljósi allra þessara verðlauna skal enga undra að Fifty Shades of Gray hafi verið talin versta mynd síðasta árs – en þeim verðlaunum deildi hún þó með kvikmyndinni Fantastic Four sem þótti álíka afleit. Fantastic Four veitti Fifty Shades of Gray harða samkeppni og hirti meðal annars verðlaun fyrir verstu framhaldsmynd síðasta árs sem og fyrir verstu leikstjórn. Eddie Redmayne, sem fékk Óskarinn í fyrra fyrir leik sinn í The Theory of Everything þar sem hann brá sér í hlutverk Stephen Hawking, var valinn versti aukaleikarinn. Það var frammistaða hans í framtíðarspennutryllinum Jupiter Ascending sem urðu til þess að Razzie-verðlaunin féllu í hans skaut í ár. Sem fyrr segir fer Óskarsverðalaunahátíðin fram í nótt þar sem búist er við því að The Revenant muni sópa að sér verðlaunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein