Óskarinn: Spotlight valin besta myndin Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. febrúar 2016 07:01 Framleiðendur og leikhópur kvikmyndarinnar Spotlight tók við verðlaununum fyrir bestu mynd í nótt. Vísir/AFP Kvikmyndin Spotlight var valin besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni sem afhent voru í Los Angeles í nótt. Leonardo Di Caprio var valinn besti leikarinn og Brie Larsson besta leikkonan. Jóhann Jóhannsson, sem tilnefndur var fyrir bestu tónlist, fór tómhentur heim. Sigur Spotlight kom nokkuð á óvart. Myndin hefur þó fengið mikið lof að undanförnu en hún fjallar um blaðamenn á Boston Globe sem á sínum tíma flettu ofan af kynferðisbrotum presta innan kaþólsku kirkjunnar í borginni.Besti leikarinn var valinn Leonardo DiCaprio fyrir frammistöðu sína í The Revenant en hann hefur aldrei áður unnið til verðlauna á hátíðinni þrátt fyrir að hafa verið tilnefndur fimm sinnum í gegnum tíðina. Brie Larson var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Room og besti leikstjórinn var valinn Alejandro González Iñárritu, leikstjóri The Revenant, sem náði þeim merka áfanga að vinna óskarinn fyrir bestu leikstjórn tvö ár í röð. Flest verðlaun hlaut þó framtíðartryllirinn Mad Max: Fury Road, sex talsins, en flest eru þau fyrir tæknibrellur og gervi.Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir tónlistina í Sicario en hann laut í lægra haldi fyrir aldna snillingnum Ennio Morricone sem samdi tónlistina í nýjustu mynd Quentins Tarantino, The Hateful Eight. Morricone hefur aldrei áður hlotið Óskarsverðlaunin þrátt fyrir að þetta væri sjötta tilnefningin hans, en árið 2007 var hann þó sæmdur sérstökum heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Að neðan má sjá lista yfir sigurvegara kvöldsins:Besta kvikmyndin Spotlight- Michael Sugar, Steve Golin, Nicole Rocklin og Blye Pagon Faust, framleiðendurBesti leikarinn í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio, The RevenantBesta leikkonan í aðalhlutverki Brie Larson, RoomBesti leikstjórinn Alejandro G. Inarritu, The RevenantBesti leikarinn í aukahlutverki Mark Rylance, The Bridge of SpiesBesta leikkonan í aukahlutverki Alicia Vikander, The Danish GirlBesta heimildarmyndin í fullri lengd Amy, Asif Kapadia og James Gay-ReesBesta stutta heimildarmynd A Girl in the River: The Price of Forgiveness, Sharmeen Obaid-ChinoyBesta klipping Mad Max: Fury Road, Margaret SixelBesta erlenda kvikmynd Son of Saul (Ungverjaland)Besta hár og förðun Mad Max: Fury Road - Lesley Vanderwalt, Elka Wardega og Damian MartinBesta kvikmyndatónlist The Hateful Eight - Ennio Morricone SicarioBesta lag Writing’s On The Wall úr Spectre. Lag og texti eftir Jimmy Napes og Sam SmithBesta listræna stjórnun Mad Max: Fury Road - Leikmynd: Colin Gibson; Leikmunir: Lisa ThompsonBesta teikni-/brúðumyndin Inside OutBesta stutta teiknimyndin Bear Story - Gabriel Osorio og Pato EscalaBesta leikna stuttmyndin Stutterer - Benjamin Cleary og Serena ArmitageBesta hljóðklipping Mad Max: Fury Road - Mark Mangini og David WhiteBesta hljóðblöndun Mad Max: Fury Road - Chris Jenkins, Gregg Rudloff og Ben OsmoBestu tæknibrellurnar Ex Machina - Andrew Whitehurst, Paul Norris, Mark Ardington og Sara BennettBesta handrit byggt á áður útgefnu efni The Big Short - Handrit eftir Charles Randolph og Adam McKayBrooklynBesta frumsamda handrit Spotlight - Eftir Josh Singer & Tom McCarthyBesta kvikmyndataka The Revenant, Emmanuel LubezkiBestu búningar Mad Max: Fury Road, Jenny Beavan Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin Spotlight var valin besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni sem afhent voru í Los Angeles í nótt. Leonardo Di Caprio var valinn besti leikarinn og Brie Larsson besta leikkonan. Jóhann Jóhannsson, sem tilnefndur var fyrir bestu tónlist, fór tómhentur heim. Sigur Spotlight kom nokkuð á óvart. Myndin hefur þó fengið mikið lof að undanförnu en hún fjallar um blaðamenn á Boston Globe sem á sínum tíma flettu ofan af kynferðisbrotum presta innan kaþólsku kirkjunnar í borginni.Besti leikarinn var valinn Leonardo DiCaprio fyrir frammistöðu sína í The Revenant en hann hefur aldrei áður unnið til verðlauna á hátíðinni þrátt fyrir að hafa verið tilnefndur fimm sinnum í gegnum tíðina. Brie Larson var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Room og besti leikstjórinn var valinn Alejandro González Iñárritu, leikstjóri The Revenant, sem náði þeim merka áfanga að vinna óskarinn fyrir bestu leikstjórn tvö ár í röð. Flest verðlaun hlaut þó framtíðartryllirinn Mad Max: Fury Road, sex talsins, en flest eru þau fyrir tæknibrellur og gervi.Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir tónlistina í Sicario en hann laut í lægra haldi fyrir aldna snillingnum Ennio Morricone sem samdi tónlistina í nýjustu mynd Quentins Tarantino, The Hateful Eight. Morricone hefur aldrei áður hlotið Óskarsverðlaunin þrátt fyrir að þetta væri sjötta tilnefningin hans, en árið 2007 var hann þó sæmdur sérstökum heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Að neðan má sjá lista yfir sigurvegara kvöldsins:Besta kvikmyndin Spotlight- Michael Sugar, Steve Golin, Nicole Rocklin og Blye Pagon Faust, framleiðendurBesti leikarinn í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio, The RevenantBesta leikkonan í aðalhlutverki Brie Larson, RoomBesti leikstjórinn Alejandro G. Inarritu, The RevenantBesti leikarinn í aukahlutverki Mark Rylance, The Bridge of SpiesBesta leikkonan í aukahlutverki Alicia Vikander, The Danish GirlBesta heimildarmyndin í fullri lengd Amy, Asif Kapadia og James Gay-ReesBesta stutta heimildarmynd A Girl in the River: The Price of Forgiveness, Sharmeen Obaid-ChinoyBesta klipping Mad Max: Fury Road, Margaret SixelBesta erlenda kvikmynd Son of Saul (Ungverjaland)Besta hár og förðun Mad Max: Fury Road - Lesley Vanderwalt, Elka Wardega og Damian MartinBesta kvikmyndatónlist The Hateful Eight - Ennio Morricone SicarioBesta lag Writing’s On The Wall úr Spectre. Lag og texti eftir Jimmy Napes og Sam SmithBesta listræna stjórnun Mad Max: Fury Road - Leikmynd: Colin Gibson; Leikmunir: Lisa ThompsonBesta teikni-/brúðumyndin Inside OutBesta stutta teiknimyndin Bear Story - Gabriel Osorio og Pato EscalaBesta leikna stuttmyndin Stutterer - Benjamin Cleary og Serena ArmitageBesta hljóðklipping Mad Max: Fury Road - Mark Mangini og David WhiteBesta hljóðblöndun Mad Max: Fury Road - Chris Jenkins, Gregg Rudloff og Ben OsmoBestu tæknibrellurnar Ex Machina - Andrew Whitehurst, Paul Norris, Mark Ardington og Sara BennettBesta handrit byggt á áður útgefnu efni The Big Short - Handrit eftir Charles Randolph og Adam McKayBrooklynBesta frumsamda handrit Spotlight - Eftir Josh Singer & Tom McCarthyBesta kvikmyndataka The Revenant, Emmanuel LubezkiBestu búningar Mad Max: Fury Road, Jenny Beavan
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira