Bíó og sjónvarp

Sigur Leonardo DiCaprio sprengdi öll met á Twitter

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leo var vinsæll í gær.
Leo var vinsæll í gær. Vísir/Getty
Það ætlaði allt um koll að keyra á Twitter í gær þegar Leonardo DiCaprio hreppti verðlaun fyrir besti leik í aðalhlutverki á Óskarsverðlaununum í nótt og var nýtt met slegið.

Þegar tilkynnt var um sigur DiCaprio opnuðust allar flóðgáttir og um samfélagsmiðilinn streymdu 440 þúsund tíst á mínútu um sigur DiCaprio. Fyrra metið átti sjálfsmynd Ellen DeGeneres frá árinu 2014 en um hana var rætt í um 255 þúsund tístum á mínútu. Var þetta því mest tísta stund í sögu Óskarsverðlaunanna.

Fastlega var gert ráð fyrir því að DiCaprio myndi hirða styttuna eftirstóttu fyrir leik sinn í myndinni The Revenant. Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaun leikarans sem hefur alls verið tilnefndur sex sinnum til verðlaunanna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×