Bíó og sjónvarp

Tom Hiddlestone leikur í Háhýsinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Tom Hiddleston í Háhýsinu.
Tom Hiddleston í Háhýsinu. Vísir/YouTube
Í apríl næstkomandi er væntanleg kvikmyndin Háhýsið, eða High-Rise, með breska leikaranum Tom Hiddleston í aðalhlutverki. Myndin er byggð á skáldsögu J.G. Ballards frá árinu 1975 en hún færði lesendum gagnrýna sýn á sjúkleika nútímasamfélagsins.

Myndin segir frá íbúum í lúxus-háhýsi þar sem er mikil stéttskipting. Hiddlestone leikur lækninn Robert Laing sem flytur inn í háhýsið en kemst að því síðar meir að íbúar byggingarinnar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir.

Á meðal annarra sem fara með stór hlutverk í myndinni eru Sienna Miller, Luke Evans, Jeremy Irons og Elisabeth Moss.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×