Frumsýnt á Vísi: Myndband við lagið I'll Walk With You Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 12:00 Hildur Kristín vann lagið I'll Walk With You með tónlistarmanninum Loga Pedro en hún segir stefnuna hafa verið setta á að gera hresst lag. Vísir/AntonBrink „Ég fór í smá hring með þetta. Ég ætlaði fyrst að vera með eitthvað voða flott listamannsnafn en svo ákvað ég bara að ég nennti ekki að vera að útskýra það eitthvað og fannst nafnið mitt standa fyrir sínu þar sem þetta er einmitt sólóverkefni,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem er einna þekktust fyrir að þenja raddböndin með hljómsveitinni Rökkurró. Nú rær hún á ný mið og gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband undir nafninu Hildur.Gaman að semja popptónlist „Ég er alltaf að semja tónlist og svo kveikti svolítið í mér að taka þátt í Eurovision í fyrra. Mér fannst svo geðveikt gaman að semja popptónlist og var spennt fyrir því að gera meira af því,“ segir Hildur en hún flutti lagið Fjaðrir ásamt Guðfinni Sveinssyni í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Það örlar þó ekki á miklu stressi fyrir að opinbera sólóverkefnið heldur er Hildur að eigin sögn fyrst og fremst spennt. „Ég held að þetta sé gott stöff og er spennt að koma þessu út í kosmósið.“ Tónlistinni lýsir hún sem elektrónísku poppi og segir það ólíkt þeirri tónlist sem hún flytur með hljómsveitinni Rökkurró. „Ég hlusta á popp, rapp og elektró þannig að ég ákvað bara að gera eitthvað sem ég myndi kannski fíla geðveikt mikið sjálf.“ Hildur mun frumflytja efnið á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í Hörpu dagana 18.-20. febrúar. „Þetta er fyrsta giggið, það er ákveðin pressa fólgin í því,“ segir hún hress. „Ég sem allt sjálf en svo fæ ég pródúsera til þess að hjálpa mér að klára lögin. Ég vann fyrstu lögin með Auðuni Lútherssyni og hann benti mér á að ég ætti nú að drífa í því að sækja um að spila á Sónar. Ég var svolítið efins af því mér fannst ég er ekki vera tilbúin og hélt þeir myndu kannski ekki bóka mig af því ég var ekki búin að gefa út lag,“ útskýrir hún en úr varð að hún spilar á hátíðinni á föstudeginum klukkan átta. „Það var rosa spark í rassinn að ég þyrfti að vera tilbúin með heilt sett og búin að gefa út eitthvað áður en ég myndi koma fram.“Langaði að gera hresst lag Í dag kemur lagið I’ll Walk With You út en lagið pródúseraði tónlistarmaðurinn Logi Pedro. „Mig langaði til þess að reyna að gera hresst lag sem kæmi fólki í gott skap þegar það heyrði lagið. Ég held að það hafi alveg gengið, þetta er alveg frekar hressandi lag.“ Hildur semur einnig alla textana og eru þeir á ensku en hún segist þó ekki taka bragfræði mjög hátíðlega við textasmíðina. „Ef eitthvað rímar þá er það oftast óvart.“ Eins segir hún að miserfitt sé að semja texta, stundum komi þeir um leið og lagið verði til en í öðrum tilfellum eru textasmíðarnar meira púsluspil. „Sumir textanna eru hundrað prósent beint úr einhverju sem ég hef upplifað og þá er það svolítið að koma einhverjum tilfinningum í orð. Svo er maður stundum að reyna að vera eitthvað töff og gera eitthvað aðeins flóknara og þá tekur það lengri tíma. Ég er ekkert að semja eftir einhverri bragfræði. Ég vil frekar að þetta passi við tilfinninguna.“Afrek að fótbrotna ekki Myndbandið við lagið er frumsýnt á Vísi í dag en það var unnið af þeim Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur og Júlíu Runólfsdóttur. „Mig langaði til að fá ný andlit sem hafa ekkert endilega verið að gera tónlistarmyndbönd en eru hæfileikarík þannig ég athugaði með þær. Það var smá stress að þær hefðu ekki gert tónlistarmyndband áður en ég hafði fulla trú á þeim og þetta kemur alveg ótrúlega vel út,“ segir Hildur og er alsæl með myndbandið sem tekið var upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum að gera alls konar steikta hluti. Ég var til dæmis á skíðum í fullt af skotum og ég hef ekki verið á skíðum síðan ég var átta ára. Mér finnst eiginlega mesta afrekið að ég hafi ekki fótbrotið mig þar sem var verið að draga mig á bíl og ég að reyna að syngja og vera töff á sama tíma. Þetta var svolítið erfitt, það er mesta mildi að það hafi náðst skot þar sem ég er ekki geðveikt hrædd á svipinn,“ segir hún og hlær. Hildur stefnir þó ekki á að gefa út plötu strax heldur að setja efnið á netið jafnóðum og leyfa áhugasömum að hlusta en I’ll Walk With You fjallar um vináttu og að vera til staðar fyrir nákomna. „Þetta er ekki týpískt ástarlag heldur fjallar það um vináttu og hvernig maður er til staðar fyrir vini sína, fjölskyldu og ástvini. Smá dúlló sko,“ segir hún og skellir upp úr að lokum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið I'll Walk With You: Sónar Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég fór í smá hring með þetta. Ég ætlaði fyrst að vera með eitthvað voða flott listamannsnafn en svo ákvað ég bara að ég nennti ekki að vera að útskýra það eitthvað og fannst nafnið mitt standa fyrir sínu þar sem þetta er einmitt sólóverkefni,“ segir söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem er einna þekktust fyrir að þenja raddböndin með hljómsveitinni Rökkurró. Nú rær hún á ný mið og gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband undir nafninu Hildur.Gaman að semja popptónlist „Ég er alltaf að semja tónlist og svo kveikti svolítið í mér að taka þátt í Eurovision í fyrra. Mér fannst svo geðveikt gaman að semja popptónlist og var spennt fyrir því að gera meira af því,“ segir Hildur en hún flutti lagið Fjaðrir ásamt Guðfinni Sveinssyni í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Það örlar þó ekki á miklu stressi fyrir að opinbera sólóverkefnið heldur er Hildur að eigin sögn fyrst og fremst spennt. „Ég held að þetta sé gott stöff og er spennt að koma þessu út í kosmósið.“ Tónlistinni lýsir hún sem elektrónísku poppi og segir það ólíkt þeirri tónlist sem hún flytur með hljómsveitinni Rökkurró. „Ég hlusta á popp, rapp og elektró þannig að ég ákvað bara að gera eitthvað sem ég myndi kannski fíla geðveikt mikið sjálf.“ Hildur mun frumflytja efnið á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í Hörpu dagana 18.-20. febrúar. „Þetta er fyrsta giggið, það er ákveðin pressa fólgin í því,“ segir hún hress. „Ég sem allt sjálf en svo fæ ég pródúsera til þess að hjálpa mér að klára lögin. Ég vann fyrstu lögin með Auðuni Lútherssyni og hann benti mér á að ég ætti nú að drífa í því að sækja um að spila á Sónar. Ég var svolítið efins af því mér fannst ég er ekki vera tilbúin og hélt þeir myndu kannski ekki bóka mig af því ég var ekki búin að gefa út lag,“ útskýrir hún en úr varð að hún spilar á hátíðinni á föstudeginum klukkan átta. „Það var rosa spark í rassinn að ég þyrfti að vera tilbúin með heilt sett og búin að gefa út eitthvað áður en ég myndi koma fram.“Langaði að gera hresst lag Í dag kemur lagið I’ll Walk With You út en lagið pródúseraði tónlistarmaðurinn Logi Pedro. „Mig langaði til þess að reyna að gera hresst lag sem kæmi fólki í gott skap þegar það heyrði lagið. Ég held að það hafi alveg gengið, þetta er alveg frekar hressandi lag.“ Hildur semur einnig alla textana og eru þeir á ensku en hún segist þó ekki taka bragfræði mjög hátíðlega við textasmíðina. „Ef eitthvað rímar þá er það oftast óvart.“ Eins segir hún að miserfitt sé að semja texta, stundum komi þeir um leið og lagið verði til en í öðrum tilfellum eru textasmíðarnar meira púsluspil. „Sumir textanna eru hundrað prósent beint úr einhverju sem ég hef upplifað og þá er það svolítið að koma einhverjum tilfinningum í orð. Svo er maður stundum að reyna að vera eitthvað töff og gera eitthvað aðeins flóknara og þá tekur það lengri tíma. Ég er ekkert að semja eftir einhverri bragfræði. Ég vil frekar að þetta passi við tilfinninguna.“Afrek að fótbrotna ekki Myndbandið við lagið er frumsýnt á Vísi í dag en það var unnið af þeim Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur og Júlíu Runólfsdóttur. „Mig langaði til að fá ný andlit sem hafa ekkert endilega verið að gera tónlistarmyndbönd en eru hæfileikarík þannig ég athugaði með þær. Það var smá stress að þær hefðu ekki gert tónlistarmyndband áður en ég hafði fulla trú á þeim og þetta kemur alveg ótrúlega vel út,“ segir Hildur og er alsæl með myndbandið sem tekið var upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum að gera alls konar steikta hluti. Ég var til dæmis á skíðum í fullt af skotum og ég hef ekki verið á skíðum síðan ég var átta ára. Mér finnst eiginlega mesta afrekið að ég hafi ekki fótbrotið mig þar sem var verið að draga mig á bíl og ég að reyna að syngja og vera töff á sama tíma. Þetta var svolítið erfitt, það er mesta mildi að það hafi náðst skot þar sem ég er ekki geðveikt hrædd á svipinn,“ segir hún og hlær. Hildur stefnir þó ekki á að gefa út plötu strax heldur að setja efnið á netið jafnóðum og leyfa áhugasömum að hlusta en I’ll Walk With You fjallar um vináttu og að vera til staðar fyrir nákomna. „Þetta er ekki týpískt ástarlag heldur fjallar það um vináttu og hvernig maður er til staðar fyrir vini sína, fjölskyldu og ástvini. Smá dúlló sko,“ segir hún og skellir upp úr að lokum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið I'll Walk With You:
Sónar Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira