Ótrúlega dásamlegt að geta deilt saman ástríðunni fyrir tónlist Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. febrúar 2016 11:00 Hljómsveitin Himbrimi fagnar útgáfu plötu sinnar í kvöld. Á myndina vantar þó Egil Rafnsson trommuleikara sveitarinnar. Vísir/Stefán Platan hefur gengið gífurlega vel og fengið frábærar viðtökur og góða dóma bæði hérlendis og á vefmiðlun erlendis. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og ævintýralegt,“ segir Margrét Rúnarsdóttir, söngkona og annar hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Himbrima. Hún segir að gaman hafi verið að fylgjast með þróun laganna sem finna má á plötunni. „Elstu lögin eru orðin þriggja ára gömul og það er búið að vera gaman að fylgjast með þróun laganna, hvernig þau urðu til heima í stofu, bara ég og píanóið, og enduðu svo fullburða með hljómsveitinni Himbrima á plötunni.“ Himbrimi gaf út samnefnda plötu í desember síðastliðnum og fagnar útgáfu hennar í kvöld með veglegum tónleikum í Tjarnarbíói. „Við ákváðum að bíða með útgáfutónleikana þangað til eftir allt jólastúss og janúarlægðina,“ bætir Margrét við. Með henni í hljómsveitinni er meðal annarra gítarleikarinn Birkir Rafn Gíslason en hann er einnig kærasti Margrétar. „Það er ótrúlega dásamlegt að geta deilt saman ástríðu okkar sem er tónlistin og gaman að upplifa allt þetta ævintýri saman. En þetta getur auðvitað verið smá púsluspil þegar maður er orðinn fjölskylda. En við eigum svo marga góða að, yndislegar ömmur og afa sem passa þegar við erum mikið upptekin. En þetta er bara svo mikill partur af okkur og okkar lífi og fyrir mér eru það líka forréttindi að fá að alast upp í tónlistarumhverfi,“ segir Margrét, spurð út í hvernig það sé að vera með kærastanum í hljómsveit. Þau eiga einmitt von á sínu öðru barni saman. „Það er lítil stúlka ,væntanleg í heiminn 22. apríl, og svo eigum við einn yndislegan 4 ára dreng fyrir,“ segir Margrét alsæl. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu en systir hennar er tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir og faðir þeirra er gítarleikarinn Rúnar Þórisson sem var meðal annars í hljómsveitinni Grafík. Margrét segir sveitina ætla að fylgja plötunni eftir í framhaldinu. „Við ætlum að halda áfram að spila og fylgja plötunni eftir. Það er ýmislegt spennandi í bígerð ennþá. Við verðum vonandi á einhverjum hátíðum í sumar og svo að halda áfram að semja og vinna í nýju efni, veita sköpunarþránni farveg.“ Á tónleikunum í kvöld verður öllu tjaldað til og verða nokkrir aukahljóðfæraleikarar með sveitinni á sviðinu. „Við ætlum að hafa með okkur frábæra tónlistarmenn. Tvo sellóleikara, þau Þórdísi Gerði Jónsdóttur og Hallgrím Jónas Jensson. Einnig verðum við með tvær bakraddir, systur mína Láru Rúnarsdóttur og Gunnhildi Birgisdóttur.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Tjarnarbíói í kvöld. Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Platan hefur gengið gífurlega vel og fengið frábærar viðtökur og góða dóma bæði hérlendis og á vefmiðlun erlendis. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og ævintýralegt,“ segir Margrét Rúnarsdóttir, söngkona og annar hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Himbrima. Hún segir að gaman hafi verið að fylgjast með þróun laganna sem finna má á plötunni. „Elstu lögin eru orðin þriggja ára gömul og það er búið að vera gaman að fylgjast með þróun laganna, hvernig þau urðu til heima í stofu, bara ég og píanóið, og enduðu svo fullburða með hljómsveitinni Himbrima á plötunni.“ Himbrimi gaf út samnefnda plötu í desember síðastliðnum og fagnar útgáfu hennar í kvöld með veglegum tónleikum í Tjarnarbíói. „Við ákváðum að bíða með útgáfutónleikana þangað til eftir allt jólastúss og janúarlægðina,“ bætir Margrét við. Með henni í hljómsveitinni er meðal annarra gítarleikarinn Birkir Rafn Gíslason en hann er einnig kærasti Margrétar. „Það er ótrúlega dásamlegt að geta deilt saman ástríðu okkar sem er tónlistin og gaman að upplifa allt þetta ævintýri saman. En þetta getur auðvitað verið smá púsluspil þegar maður er orðinn fjölskylda. En við eigum svo marga góða að, yndislegar ömmur og afa sem passa þegar við erum mikið upptekin. En þetta er bara svo mikill partur af okkur og okkar lífi og fyrir mér eru það líka forréttindi að fá að alast upp í tónlistarumhverfi,“ segir Margrét, spurð út í hvernig það sé að vera með kærastanum í hljómsveit. Þau eiga einmitt von á sínu öðru barni saman. „Það er lítil stúlka ,væntanleg í heiminn 22. apríl, og svo eigum við einn yndislegan 4 ára dreng fyrir,“ segir Margrét alsæl. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu en systir hennar er tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir og faðir þeirra er gítarleikarinn Rúnar Þórisson sem var meðal annars í hljómsveitinni Grafík. Margrét segir sveitina ætla að fylgja plötunni eftir í framhaldinu. „Við ætlum að halda áfram að spila og fylgja plötunni eftir. Það er ýmislegt spennandi í bígerð ennþá. Við verðum vonandi á einhverjum hátíðum í sumar og svo að halda áfram að semja og vinna í nýju efni, veita sköpunarþránni farveg.“ Á tónleikunum í kvöld verður öllu tjaldað til og verða nokkrir aukahljóðfæraleikarar með sveitinni á sviðinu. „Við ætlum að hafa með okkur frábæra tónlistarmenn. Tvo sellóleikara, þau Þórdísi Gerði Jónsdóttur og Hallgrím Jónas Jensson. Einnig verðum við með tvær bakraddir, systur mína Láru Rúnarsdóttur og Gunnhildi Birgisdóttur.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Tjarnarbíói í kvöld.
Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira