Bíó og sjónvarp

Bretar um Ófærð: ,,Af hverju ganga Íslendingar um í frárenndum úlpum í nístings kulda?“

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrstu tveir þættirnir af Ófærð voru sýndir í Bretlandi í gær.
Fyrstu tveir þættirnir af Ófærð voru sýndir í Bretlandi í gær.
Fyrstu tveir þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru sýndir á BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi og hafa fengið fína dóma ytra. Margir Bretar virðast hafa fylgst spenntir með fyrstu þáttunum og settu margir inn hugleiðingar um þáttinn á Twitter undir myllumerkinu #Trapped, en Ófærð heitir á ensku Trapped.

Eftir að hafa horft á fyrsta þáttinn þá sagðist til að mynda Helen Russell ekki geta annað en dregið þá ályktun að lögreglan á Íslandi hafi orðið fyrir meiri niðurskurði en lögreglan í Bretlandi.

Clive Glover spyr hversu margir hlutir geta farið úrskeiðis í einu og gefur Ófærð sín meðmæli.

Howard Green spyr, eins og svo margir Íslendingar á Twitter, hvers vegna Íslendingar ganga um í nístings frosti með úlpurnar frárenndar?

Ruth Akinoso segir Ófærð vera ávanabindandi ráðgátu.

Þá segir Claire Rush Ófærð minna hana á dásamlegar stundir á Seyðisfirði.

Kristina Parkne Baker segist aldrei ætla að kvarta aftur undan veðri eftir að hafa horft á Ófærð.

Þá segir Jacky Hillary það vekja upp hjá sér ónotatilfinningu að sjá lögreglustjórann Andra í blindhríð segja: „Ég held að veðrið sé að versna.“

Derek Briggs segist hafa áhyggjur af því að fangaklefar á Íslandi séu ekki með klósett, en eflaust muna einhverjir eftir þeim átökum sem áttu sér stað þegar hleypa þurfti litháenska fanganum á salernið í Ófærð.

Nicky Ralpharoo ráðleggur þeim sem vilja dreyma skrýtna draum og vakna við hvert hljóð að horfa á Ófærð fyrir svefninn.

Ben Aaronovitch segir lögregluna á Íslandi jafnvel þunglyndari en í Danmörku, eftir að hafa horft á Ófærð.

Gamli rígurinn við Dani nær í gegn hjá þessum.

Annars má fylgjast með umræðunni um #Trapped hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×