Bíó og sjónvarp

Tökur hafnar á næstu Stjörnustríðsmyndinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Flestir af helstu leikurum The Force Awakens, þeirra á meðal nýliðarnir Daisy Ridley og John Boyega, snúa aftur í nýju myndinni.
Flestir af helstu leikurum The Force Awakens, þeirra á meðal nýliðarnir Daisy Ridley og John Boyega, snúa aftur í nýju myndinni. Vísir
Tökur á næstu Stjörnustríðskvikmyndinni, sem verður sú áttunda í röðinni, hófust í Pinewood-kvikmyndaverinu í Lundúnum í dag. Rian Johnson, sem þekktastur er fyrir að leikstýra kvikmyndinni Looper og nokkrum þáttum þáttaraðarinnar Breaking Bad, skrifar og leikstýrir myndinni.

Nýja myndin mun taka upp þráðinn þar sem skilið var við hann við lok sjöundu myndar, The Force Awakens, sem frumsýnd var um síðustu jól og naut gríðarlegra vinsælda. Flestir af helstu leikurum þeirrar myndar, þeirra á meðal nýliðarnir Daisy Ridley, John Boyega og Adam Driver, verða áfram í áttundu myndinni en einnig bætast við stórleikararnir Benicio Del Toro og Laura Dern.

Líkt og greint hefur verið frá, munu tökur nýju myndarinnar að einhverju leyti fara fram á Íslandi. Hún er væntanleg í bíóhús níu nóttum fyrir jól 2017.


Tengdar fréttir

The Force Awakens orðin tekjuhæst í Ameríku

Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, er orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Bandaríkjunum og Kanada. Áfanginn náðist á í gær þegar tekjur af miðasölu fóru yfir rúma 760 milljónir dollara en það met átti áður myndin Avatar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×