Atli Óskar útnefndur rísandi stjarna á Berlinale Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2016 23:45 Atli Óskar Fjalarsson tekur á móti verðlaunum sínum á hátíðinni. vísir/getty Atli Óskar Fjalarsson var einn tíu leikara sem útnefndur var rísandi stjarna á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Atli var ekki eini Íslendingurinn sem var heiðraður því Jóhann Jóhannsson var heiðraður fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar og tónskáldið Atli Övarsson hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlist. Þá hlaut Nanna Kristín Magnúsdóttir verðlaun sem besta leikkonan valin af kvikmyndatökumönnum. Evrópsku kvikmyndakynningarsamtökin EFP heiðra tíu leikara ár hvert með því að útnefna þá rísandi stjörnur og í ár var Atli Óskar einn þeirra tíu sem hlaut útnefningu. Atli átti stórleik í kvikmyndinni Þröstum eftir Rúnar Rúnarsson. Þetta er annað árið í röð sem Íslendingur hlýtur náð fyrir augum dómnefndarinnar en í fyrra var Hera Hilmarsdóttir meðal þeirra tíu sem hlutu viðurkenningu. Atli Örvarsson hlaut verðlaun sín fyrir tónlist sem hann samdi fyrir Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, en myndin hefur farið sigurför um heiminn. Hann hefur meðal annars starfað með Hans Zimmer en fluttist nýverið til Akureyrar og starfar þaðan. Samtök norrænna kvikmyndatónskálda stóðu fyrir veitingu Hörpu verðlaunanna á hátíðinni. Þeim var komið á laggirnar árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænum hæfileikum og að kynna norrænt hæfileikafólk á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar fyrir alþjóðlega kvikmyndageiranum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhann og Atli tilnefndir til Hörpuverðlaunanna HARPA Nordic Film Composer Award verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín 15. febrúar n.k. og er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin verða veitt. 12. febrúar 2016 15:30 Þrestir unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíð í frönsku Ölpunum Leikstjórinn hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Kristalörina. 19. desember 2015 15:23 Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. 26. september 2015 20:31 Bræðurnir úr Hrútum valdir bestu erlendu leikararnir í Palm Springs Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson stóðu uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Palm Springs í kvöld. 9. janúar 2016 22:58 Hrútar, Fúsi og Þrestir með yfir tíu tilnefningar Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, ÍKSA, boðaði til blaðamannafundar í dag, í Bíó Paradís en þar var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Edduverðlauna árið 2016. 10. febrúar 2016 14:12 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson var einn tíu leikara sem útnefndur var rísandi stjarna á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Atli var ekki eini Íslendingurinn sem var heiðraður því Jóhann Jóhannsson var heiðraður fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar og tónskáldið Atli Övarsson hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlist. Þá hlaut Nanna Kristín Magnúsdóttir verðlaun sem besta leikkonan valin af kvikmyndatökumönnum. Evrópsku kvikmyndakynningarsamtökin EFP heiðra tíu leikara ár hvert með því að útnefna þá rísandi stjörnur og í ár var Atli Óskar einn þeirra tíu sem hlaut útnefningu. Atli átti stórleik í kvikmyndinni Þröstum eftir Rúnar Rúnarsson. Þetta er annað árið í röð sem Íslendingur hlýtur náð fyrir augum dómnefndarinnar en í fyrra var Hera Hilmarsdóttir meðal þeirra tíu sem hlutu viðurkenningu. Atli Örvarsson hlaut verðlaun sín fyrir tónlist sem hann samdi fyrir Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, en myndin hefur farið sigurför um heiminn. Hann hefur meðal annars starfað með Hans Zimmer en fluttist nýverið til Akureyrar og starfar þaðan. Samtök norrænna kvikmyndatónskálda stóðu fyrir veitingu Hörpu verðlaunanna á hátíðinni. Þeim var komið á laggirnar árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænum hæfileikum og að kynna norrænt hæfileikafólk á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar fyrir alþjóðlega kvikmyndageiranum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhann og Atli tilnefndir til Hörpuverðlaunanna HARPA Nordic Film Composer Award verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín 15. febrúar n.k. og er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin verða veitt. 12. febrúar 2016 15:30 Þrestir unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíð í frönsku Ölpunum Leikstjórinn hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Kristalörina. 19. desember 2015 15:23 Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. 26. september 2015 20:31 Bræðurnir úr Hrútum valdir bestu erlendu leikararnir í Palm Springs Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson stóðu uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Palm Springs í kvöld. 9. janúar 2016 22:58 Hrútar, Fúsi og Þrestir með yfir tíu tilnefningar Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, ÍKSA, boðaði til blaðamannafundar í dag, í Bíó Paradís en þar var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Edduverðlauna árið 2016. 10. febrúar 2016 14:12 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jóhann og Atli tilnefndir til Hörpuverðlaunanna HARPA Nordic Film Composer Award verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín 15. febrúar n.k. og er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin verða veitt. 12. febrúar 2016 15:30
Þrestir unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíð í frönsku Ölpunum Leikstjórinn hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Kristalörina. 19. desember 2015 15:23
Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. 26. september 2015 20:31
Bræðurnir úr Hrútum valdir bestu erlendu leikararnir í Palm Springs Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson stóðu uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Palm Springs í kvöld. 9. janúar 2016 22:58
Hrútar, Fúsi og Þrestir með yfir tíu tilnefningar Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, ÍKSA, boðaði til blaðamannafundar í dag, í Bíó Paradís en þar var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Edduverðlauna árið 2016. 10. febrúar 2016 14:12
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp