Íhuga tökur á fimmtu Transformers-myndinni hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 09:44 Úr fjórðu Transformers-myndinni, Age of Extinction. Vísir/YouTube Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga. Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction. Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga. Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction. Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein