Bíó og sjónvarp

Steindi og Pétur Jóhann fara á kostum sem Ratchet & Clank

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snillingar.
Snillingar. vísir
Sena hefur nú birt stiklu fyrir Ratchet & Clank kvikmyndina og verður hún greinilega talsett á íslensku.

Kvikmyndin tekur mið af söguþræði fyrsta leiksins, sem kom á PlayStation 2 árið 2002 og endurgerðar sama leiks sem kemur á PlayStation 4 skömmu áður en myndin verður frumsýnd.

Söguþráður myndarinnar fjallar um Ratchet og Clank sem reyna að hindra óþokkann Chairman Drek í því að eyðileggja hverja einustu plánetu í Solana sólkerfinu.

Steindi Jr. sér um talsetninguna fyrir Ratchet og Pétur Jóhann fyrir Clank. Einnig má heyra í Ara Eldjárn, Sögu Garðarsdóttur, Sverri Bergmann, Loga Bergmann, Auðunni Blöndal, Sölku Sól, Andra Frey, Dóra DNA, Ólafi Darra og fleiri.

Hér að neðan má sjá nýja stiklu og það á íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×