Winslet uppljóstraði í þættinum að hún væri sammála skoðunum margra þess efnis að Rose hefði látið Jack deyja. „Ég held að það hafi alveg verið pláss fyrir hann á þessari hurð,“ sagði Winslet glettin. Hún segir það gleðja hana og DiCaprio enn þá í dag að aðdáendum myndarinnar sé svo annt um samband Rose og Jack.
„Það er svo yndislegt, er það ekki? Og það eru tuttugu ár síðan.“Þau sátu við hlið hvors annars á SAG-verðlaununum um liðna helgi og flissuðu yfir allri athyglinni sem það fékk.
