Ævintýralegur dans Kara Hergils Valdimarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:00 Óður og Flexa halda afmæli er langþráð og skemmtileg danssýning fyir börn á öllum aldri. Dans Óður og Flexa halda afmæli Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Leikstjóri: Pétur Ármannsson Ljósahönnuður: Jóhann Friðrik Ágústsson Hljóðmynd: Baldvin Magnússon Sviðsmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Ellen Margrét Bæhrenz, Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Óður og Flexa halda afmæli er framhald af verkinu Óður og Flexa reyna að fljúga, sem Þyri Huld og Hannes Þór sýndu á sviðslistahátíðinni ASSITEJ árið 2014. Nú fá þau til liðs við sig þrjá dansara Íslenska dansflokksins: Cameron Corbett, sem er í hlutverki sögumannsins með látbragðsleik og Ásgeir Helga og Ellen Margréti sem eru í hlutverki „prumpuskrímslanna“. Óður og Flexa eru krakkar með feikilega ríkt hugmyndaflug og ótrúlega líkamlega tilburði. Þau virðst vera venjulegir krakkar en breytast svo í ofurhetjur sem geta allt. Hvort það er í eigin hugarheimi eða í raunveruleikanum sjálfum skal ósagt látið. Verkið fléttar saman danslist, látbragð og sjónhverfingar. Pétur Ármannsson leikstýrir verkinu og tekst honum einkar vel upp við að halda góðum takti, breytingum og óvæntum snúningum í gegnum allt verkið. Sérstaklega má þar nefna síðasta atriði verksins þar sem trúðahúmor skín skýrt í gegn. Mikill hlátur var meðal áhorfenda sem spönnuðu mjög breiðan aldurshóp, allt frá eins árs börnum til fullorðinna sem allir virtust skemmta sér konunglega. Leikmyndin eftir Júlíönnu Láru er mjög snjöll og þótt hlutirnir virðist hversdagslegir búa þeir yfir töfrum sem flytja áhorfendur í ný rými/víddir. Búningarnir eru einnig sérlega skondnir og margþættir. Þeir öðlast svo sitt eigið líf þar sem þeir vakna bókstaflega til lífsins og dansa um sviðið með ævintýralegum hætti. Verkið studdist við klassíska tónlist, m.a. eftir Johann Strauss, Wagner og Tsjajkovskí, sem léði verkinu yfirbragð klassísks gríns eða trúðaleiks eins og mætti kalla það. Hljóðmyndin eftir Baldvin Magnússon var mjög skondin og þá má sérstaklega nefna þegar prumpuskrímslin eru kynnt til sögunnar með viðeigandi hljóðum. Allir dansarar stóðu sig með stakri prýði og héldu uppi orku, húmor og leikrænum tilburðum í gegnum allt verkið. Einnig má hrósa lengd verksins. Hnitmiðaðar 40 mínútur reyndust einstaklega heppileg lengd fyrir barnaverk af þessu tagi. Þessar mínútur voru stútfullar og aldrei mátti finna orkuna falla.Niðurstaða: Vel unnið barnaverk þar sem hugmyndin, útfærslan og umgjörðin voru til fyrirmyndar. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dans Óður og Flexa halda afmæli Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Leikstjóri: Pétur Ármannsson Ljósahönnuður: Jóhann Friðrik Ágústsson Hljóðmynd: Baldvin Magnússon Sviðsmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Ellen Margrét Bæhrenz, Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Óður og Flexa halda afmæli er framhald af verkinu Óður og Flexa reyna að fljúga, sem Þyri Huld og Hannes Þór sýndu á sviðslistahátíðinni ASSITEJ árið 2014. Nú fá þau til liðs við sig þrjá dansara Íslenska dansflokksins: Cameron Corbett, sem er í hlutverki sögumannsins með látbragðsleik og Ásgeir Helga og Ellen Margréti sem eru í hlutverki „prumpuskrímslanna“. Óður og Flexa eru krakkar með feikilega ríkt hugmyndaflug og ótrúlega líkamlega tilburði. Þau virðst vera venjulegir krakkar en breytast svo í ofurhetjur sem geta allt. Hvort það er í eigin hugarheimi eða í raunveruleikanum sjálfum skal ósagt látið. Verkið fléttar saman danslist, látbragð og sjónhverfingar. Pétur Ármannsson leikstýrir verkinu og tekst honum einkar vel upp við að halda góðum takti, breytingum og óvæntum snúningum í gegnum allt verkið. Sérstaklega má þar nefna síðasta atriði verksins þar sem trúðahúmor skín skýrt í gegn. Mikill hlátur var meðal áhorfenda sem spönnuðu mjög breiðan aldurshóp, allt frá eins árs börnum til fullorðinna sem allir virtust skemmta sér konunglega. Leikmyndin eftir Júlíönnu Láru er mjög snjöll og þótt hlutirnir virðist hversdagslegir búa þeir yfir töfrum sem flytja áhorfendur í ný rými/víddir. Búningarnir eru einnig sérlega skondnir og margþættir. Þeir öðlast svo sitt eigið líf þar sem þeir vakna bókstaflega til lífsins og dansa um sviðið með ævintýralegum hætti. Verkið studdist við klassíska tónlist, m.a. eftir Johann Strauss, Wagner og Tsjajkovskí, sem léði verkinu yfirbragð klassísks gríns eða trúðaleiks eins og mætti kalla það. Hljóðmyndin eftir Baldvin Magnússon var mjög skondin og þá má sérstaklega nefna þegar prumpuskrímslin eru kynnt til sögunnar með viðeigandi hljóðum. Allir dansarar stóðu sig með stakri prýði og héldu uppi orku, húmor og leikrænum tilburðum í gegnum allt verkið. Einnig má hrósa lengd verksins. Hnitmiðaðar 40 mínútur reyndust einstaklega heppileg lengd fyrir barnaverk af þessu tagi. Þessar mínútur voru stútfullar og aldrei mátti finna orkuna falla.Niðurstaða: Vel unnið barnaverk þar sem hugmyndin, útfærslan og umgjörðin voru til fyrirmyndar.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira