Vinnur með sama upptökustjóra og Blur og Depeche Mode Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 14:00 Hópurinn er á fullu við að taka upp í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ þessa dagana. F.v. eru Ingibjörg Elsa, Pétur Ben, Soffía Björg, Kristofer Rodriguez og upptökustjórinn Ben Hillier. mynd/kári sturluson Tónlistarkonan Soffía Björg er um þessar mundir að hljóðrita sína fyrstu sólóplötu en breski upptökustjórinn Ben Hillier stýrir upptökum á plötunni. Ben Hillier hefur komið víða við og hefur unnið með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum á borð við Blur, Suede, Depeche Mode, Balthazar og Elbow svo nokkur nöfn séu nefnd. „Þetta atvikaðist þannig að ég var aðeins að þreifa fyrir mér úti í útlöndum, að leita að einhverjum heppilegum í þetta verkefni og hans nafn kom upp og okkur leist vel á hann. Hann kom svo til baka eftir að hafa hlustað á nokkrar prufuupptökur og sagðist vera rosa hrifinn af því sem hann væri að heyra og sagðist vera til í að taka eina góða viku með okkur,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Soffíu Bjargar, spurður út í tildrög samstarfsins. Upptökurnar hafa farið fram í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ í vikunni. „Hingað til hefur þetta gengið rosa vel og það er fínn samhljómur á milli Bens og tónlistarfólksins sem er ekki af verri endanum það er að segja Pétur Ben á gítar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á trommum,“ bætir Kári við. Upptökurnar eru þó einungis fyrsta skrefið í ferlinu og mun Ben einnig hljóðblanda plötuna í Bretlandi. „Ben er ekki bara svona týpískur upptökustjóri sem snýr tökkum fram og til baka heldur er hann mikill músíkant líka,“ segir Kári um Ben. Það hlýtur að vera mikill fengur að fá eins reyndan og virtan aðila og Ben í verkefnið. „Jú, það er ansi stórt og gott skref að fá jafn þekktan og frjóan upptökustjóra og Ben inn í þetta með Soffíu og hljómsveit. Það setur meiri vigt í þetta og stuðning, bæði út og inn á við á margan hátt. Það er gaman að fá nýtt fólk inn og gott að fá nýja sín á hlutina.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ben vinnur með íslenskum tónlistarmönnum. Soffía Björg hefur komið víða við og var til dæmis meðlimur í hljómsveitinni Brother Grass. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að vinna að sólóefni sínu en gaf út sitt fyrsta smáskífulag í haust, lagið Back & Back Again. Hún kom fram á Iceland Airwaves og þá er hún bókuð á Secret Solstice í sumar og ýmislegt annað er einnig bókað hjá Soffíu Björg. Stefnt er að því að platan komi út í haust. Airwaves Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Soffía Björg er um þessar mundir að hljóðrita sína fyrstu sólóplötu en breski upptökustjórinn Ben Hillier stýrir upptökum á plötunni. Ben Hillier hefur komið víða við og hefur unnið með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum á borð við Blur, Suede, Depeche Mode, Balthazar og Elbow svo nokkur nöfn séu nefnd. „Þetta atvikaðist þannig að ég var aðeins að þreifa fyrir mér úti í útlöndum, að leita að einhverjum heppilegum í þetta verkefni og hans nafn kom upp og okkur leist vel á hann. Hann kom svo til baka eftir að hafa hlustað á nokkrar prufuupptökur og sagðist vera rosa hrifinn af því sem hann væri að heyra og sagðist vera til í að taka eina góða viku með okkur,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Soffíu Bjargar, spurður út í tildrög samstarfsins. Upptökurnar hafa farið fram í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ í vikunni. „Hingað til hefur þetta gengið rosa vel og það er fínn samhljómur á milli Bens og tónlistarfólksins sem er ekki af verri endanum það er að segja Pétur Ben á gítar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á trommum,“ bætir Kári við. Upptökurnar eru þó einungis fyrsta skrefið í ferlinu og mun Ben einnig hljóðblanda plötuna í Bretlandi. „Ben er ekki bara svona týpískur upptökustjóri sem snýr tökkum fram og til baka heldur er hann mikill músíkant líka,“ segir Kári um Ben. Það hlýtur að vera mikill fengur að fá eins reyndan og virtan aðila og Ben í verkefnið. „Jú, það er ansi stórt og gott skref að fá jafn þekktan og frjóan upptökustjóra og Ben inn í þetta með Soffíu og hljómsveit. Það setur meiri vigt í þetta og stuðning, bæði út og inn á við á margan hátt. Það er gaman að fá nýtt fólk inn og gott að fá nýja sín á hlutina.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Ben vinnur með íslenskum tónlistarmönnum. Soffía Björg hefur komið víða við og var til dæmis meðlimur í hljómsveitinni Brother Grass. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að vinna að sólóefni sínu en gaf út sitt fyrsta smáskífulag í haust, lagið Back & Back Again. Hún kom fram á Iceland Airwaves og þá er hún bókuð á Secret Solstice í sumar og ýmislegt annað er einnig bókað hjá Soffíu Björg. Stefnt er að því að platan komi út í haust.
Airwaves Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira