Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2016 21:44 Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem þeir ætla að bræða saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. Vísir/Getty Hópur rússneskra aðdáenda stórleikarans Leonardio DiCaprio safnar nú saman gulli og silfri til þess að bræða í eina Óskarsverðlaunastyttu handa leikaranum. Aðdáendaskarinn, sem býr í norðaustur-Rússlandi, nánar tiltekið í héraðinu Yakutia, ætlar sér að bræða eðalmálmana saman í styttu enda líði þeim illa yfir því að DiCaprio hafi aldrei unnið Óskarinn. Tatyana Yegorova stendur að baki söfnuninni og segir hún að hugmyndin sé gömul en eftir að hafa horft á nýjustu mynd DiCaprio, The Revenant, hafi hún og aðrir ákveðið að nú væri kominn tími á að Leo hlyti Óskarinn. Yegorova segir að um 100 manns hafi gefið í söfnunina hingað til. Styttan verður þó ekki alveg eins og Óskarsstyttan fræga, Yakutia-útgáfan mun horfa til himins. Forsprakki hópsins er þó ekki alveg viss um hvernig koma skuli styttunni til skila enda er ansi langt frá Yakutia til Hollywood. Mögulega þarf DiCaprio þó ekki á styttunni að halda, hann er jú tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Revenant. Er þetta í sjötta sinn sem hann hefur verið tilnefndur til verðlaunanna eftirsóttu en aldrei hefur hann hlotið þau. Takist það ekki í þetta sinn getur hann þó í það minnsta huggað sig við að fá styttuna fá æstum aðdáendum sínum í Rússlandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vill leika Pútín Leonardo DiCaprio segir að Rússlandsforseti heilli sig. Hann væri þó einnig til í að leika Lenín eða Raspútín. 17. janúar 2016 17:56 Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur. 21. desember 2015 16:31 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hópur rússneskra aðdáenda stórleikarans Leonardio DiCaprio safnar nú saman gulli og silfri til þess að bræða í eina Óskarsverðlaunastyttu handa leikaranum. Aðdáendaskarinn, sem býr í norðaustur-Rússlandi, nánar tiltekið í héraðinu Yakutia, ætlar sér að bræða eðalmálmana saman í styttu enda líði þeim illa yfir því að DiCaprio hafi aldrei unnið Óskarinn. Tatyana Yegorova stendur að baki söfnuninni og segir hún að hugmyndin sé gömul en eftir að hafa horft á nýjustu mynd DiCaprio, The Revenant, hafi hún og aðrir ákveðið að nú væri kominn tími á að Leo hlyti Óskarinn. Yegorova segir að um 100 manns hafi gefið í söfnunina hingað til. Styttan verður þó ekki alveg eins og Óskarsstyttan fræga, Yakutia-útgáfan mun horfa til himins. Forsprakki hópsins er þó ekki alveg viss um hvernig koma skuli styttunni til skila enda er ansi langt frá Yakutia til Hollywood. Mögulega þarf DiCaprio þó ekki á styttunni að halda, hann er jú tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Revenant. Er þetta í sjötta sinn sem hann hefur verið tilnefndur til verðlaunanna eftirsóttu en aldrei hefur hann hlotið þau. Takist það ekki í þetta sinn getur hann þó í það minnsta huggað sig við að fá styttuna fá æstum aðdáendum sínum í Rússlandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vill leika Pútín Leonardo DiCaprio segir að Rússlandsforseti heilli sig. Hann væri þó einnig til í að leika Lenín eða Raspútín. 17. janúar 2016 17:56 Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur. 21. desember 2015 16:31 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Vill leika Pútín Leonardo DiCaprio segir að Rússlandsforseti heilli sig. Hann væri þó einnig til í að leika Lenín eða Raspútín. 17. janúar 2016 17:56
Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur. 21. desember 2015 16:31
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13