Hvert er besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppnina? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 19:00 Íslendingar eiga margar perlur úr Söngvakeppni sjónvarpsins og hafa sum lög jafnvel orðið vinsælli og langlífari en sigurlögin sjálf. Besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppni Sjónvarpsins er lagið Eurovísa með Botnleðju, að mati álitsgjafa Vísis. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi þrátt fyrir að af nægu hafi verið að taka. Íslendingar eiga margar perlur úr Söngvakeppni sjónvarpsins og hafa sum lög jafnvel orðið vinsælli og langlífari en sigurlögin sjálf. Þrjátíu ár eru nú liðin frá því að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision og fer fyrsta undanúrslitakvöld í Söngvakeppninni fram í kvöld. Vísir tók nokkra áhugamenn um keppnina tali en sjá má rökstuðning nokkurra þeirra hér fyrir neðan.1. Eurovísa – Botnleðja Lagið Eurovísa í flutningi Botnleðju vann afgerandi sigur í könnuninni. Hljómsveitin beið lægri hlut fyrir Birgittu Haukdal sem fór með lagið Open Your Heart fyrir Íslands hönd til Riga í Lettlandi. „Flottasta hljómsveitin sem hefur tekið þátt í þessu musteri meðalmennskunnar Það er synd að fleiri góð lög komi ekki út úr þessari keppni sem sennilega helgast af því að bestu lagahöfundar þjóðarinnar telja sig yfir hana hafnir í seinni tíð.“ „Botnleðja hefði getað hrist aðeins upp í keppninni með pönkrokk elementi sínu á svipaðan hátt og Lordi gerði með sitt lag (minus búningar). Svo spiluðu þeir í þjóðbúningi Íslands sem var töff. Flott lag með frábærri hljómsveit í feiknar formi.” „Rétt fyrir aldamót var ég skiptinemi í Norður - Evrópu og Botnleðjudiskur var mest spilaði diskurinn i ítölskum partýum. Þeir áttu ítölsk ungmenni með húð og hári við fyrstu spilun. Áttu fullt erindi í þessa keppni eins og sást á gengi Lordi 2006. Evrópa var tilbúin fyrir þungarokk.“ „Það er ALLT dásamlegt við þetta lag. Húmorinn og léttleikinn í Botnleðju er smitandi og takturinn kemur mér alltaf út á gólf. Það er suddalega vel samið og flutt af ungæðingslegum krafti sem smýgur inn í alla útlimi. „Ég gefst ekki upp" mantran fyllir mann af eldmóð þegar maður gargar hana á miðju eldhúsgólfinu með sleif sem míkrafón (ég mæli með því). Þetta er eitt af þeim Söngvakeppnislögum sem eru alltaf í spilun hjá mér.“ „Mikið svekk og klúður að senda ekki þessar elskur út. Við hefðum verið, svona einu sinni, trendsetterar í Eurovision. Mætt með rokkið á undan Wig Wam og Lordi (sem sökkuðu btw).“2. Karen – Bjarni Arason Eflaust þekkja flestir landsmenn lagið Karen með Bjarna Arasyni sem flutt var í undankeppninni árið 1992. Sigurlagið varð þó ekki síður vinsælt, en það var Nei eða Já með Heart 2 Heart, sem flutt var í keppninni sem haldin var í Svíþjóð. „Lagið Karen sem Bjarni Ara söng árið 1992 er klárlega flottasta lagið í Söngvakeppninni fyrr og síðar. Ég held að það hafi bara verið óheppni að þetta lag skuli ekki hafa verið valið til að koma fram fyrir hönd Íslands í Eurovision. Lagið Nei eða já, sem sigraði sama ár er vissulega grípandi lag, en Bjarni hefði heillað Evrópu upp úr skónum með laginu Karen, sérstaklega með þennan svakalega sjarma og svo skemmir þetta þykka og fallega hár ekki fyrir. Karen er samspil fagmennsku og tilfinninga í flutningi. Sá kafli lagsins þar sem bakraddirnar taka ,,Karen, Karen” er gæsahúða “móment”. Og upphækkanirnar eftir það, fyrst um hálftón og svo um heiltón – brrrrr manni verður bara kalt af gæsahúð. Svo er lagahöfundurinn, Jóhann Helga í miklu uppáhaldi hjá mér.“ „ Karen með Bjarna Ara af því hann er með svo kraftmikla rödd og þessi sjarmi á skilið annan séns.“ „Það er eitthvað við þetta viðlag sem bara límist á heilann. Óaðfinnanlega sungið af einum besta söngvara landsins og almenn snilld. #12stig“3. Hvar ertu nú – Sólarsamba – Ég lifi í draumi Þrjú lög skipa þriðja sæti listans en það eru lögin Hvar ertu nú í flutningi Dr.Spock, Sólarsamba með Magnúsi Kjartanssyni og Ég lifi í draumi með Björgvini Halldórssyni.Hvar ertu nú – Dr. Spock Þetta lag hafnaði í þriðja sæti árið 2008. Sigurlagið var This is my life með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. „Dr. Spock átti þessa líka tímalausu snilld. Gott rokk, með rólegum milliköflum og samspilið á milli þeirrra Finna og Óttars var virkilega skemmtilegt. Guli hanskinn hefði átt sæmt sér vel á sviðinu í Belgrad.“ „Þetta er engin spurning, ótrúlega gott lag og æðislegur flutningur.“Sólarsamba – Magnús Kjartansson Sólarsamba í flutningi Magga Kjartans beið lægri hlut fyrir laginu Sókrates með Sverri Stormsker og Stefáni Hilmarssyni árið 1988. „10 ára ég verð að svara Sólarsamba. Það sem ég öfundaði þessa stelpu sem fékk þarna að sambast í sjónvarpinu - og skilst að sé núna virðulegur pólitíkus í Hafnarfirði.“ „Þetta lag og dans Magga Kjartans og félaga hefði lyft evrópskri lund uppá nýtt plan og ætti að vera skylduhlustun á hverjum morgni, helst í bland við áhorf á myndbandið. Það að lagið og dóttir hans komust ekki àfram voru klárlega eitt af vonbrigðum æskunnar.“Ég lifi í draumi – Björgvin Halldórsson Björgvin Halldórsson hafnaði í þriðja sæti með lagið Ég lifi í draumi í fyrstu undankeppni Íslendinga árið 1986. Það var lagið Gleðibankinn sem sigraði í þeirri keppni, og voru landsmenn flestir handvissir um að það lag myndi vinna keppnina. Það voru því nokkur vonbrigði þegar lagið lenti í sextánda sæti. „Það er mjög erfitt að velja á milli „Ég lifi í draumi“ með Kónginum sjálfum, Björgvini Halldórssyni og „Í síðasta skipti“ með krónprinsinum Frikka Dór. Klassíkin verður ofan á í þetta skiptið – en ég spái því að Frikki taki fljótlega við krúnunni og hans lag muni eldast fáránlega vel. Forkeppnin árið 1987 er þó langbesta heildarkeppnin, með slögurum eins og „norðurljós“, „í blíðu og stríðu“, „aldrei ég gleymi“ og „lífið er lag“. Takk VHS!“ „Uppáhalds taplagið mitt er Ég lifi í draumi, enda frábært lag sem hefði engu að síður ekki náð árangri úti.“Fjölmörg lög nefnd til sögunnar Lagið Í síðasta skipti með Friðriki Dór var jafnframt títtnefnt í könnuninni, sem og Hugarró með Magna Ásgeirssyni. Þér við hlið með Regínu Ósk, Línudans með Elleni Kristjáns, Skot í myrkri með Ragnheiði Gröndal, Waterslide með Sjonna Brink, Wiggle Wiggle með Haffa Haff, Ég og heilinn minn með Heiðu Eiríks, Andvaka með Guðrúnu Árnýju og fjölmörg önnur lög voru einnig tilnefnd. Lesendur eru hvattir til að segja sína skoðun í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.Álitsgjafarnir voru eftirfarandi:Charles Gittins, blaðamaður og íslenskufræðingur, Sigrún Huld leikari, Rakel Pálsdóttir, þroskaþjálfi og söngkona, Haukur Johnson, varamaður í stjórn FÁSES, Eyrún Ellý Valsdóttir, formaður FÁSES, Steinunn Björk Bragadóttir, varamaður í stjórn FÁSES, Flosi Jón Ófeigsson, stjórnarmeðlimur í FÁSES, Þórunn Erna Clausen tónlistarmaður, Rögnvaldur Már Helgason fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður, Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Adda Soffía Ingvarsdóttir, ritstjóri snyrtivörukafla Glamour, Konráð Jónsson lögmaður, Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans í HR, Hildur Karen Sveinbjarnardóttir, Seyðfirðingur og annar eigandi Kaupmannsins í Horninu á Dalshrauni 1, Arnar Sigurjónsson viðskiptafræðingur, Daníel Geir Moritz, uppistandari og kennari, Sigrún Dögg Kvaran eurovisionaðdáandi, Guðrún Karítas Garðarsdóttir atvinnurekandi, Tryggvi Ólafsson, upplýsingaarkitekt hjá Brandenburg, Belinda Ýr Albertsdóttir nemi, Hildur Tryggvadóttir Flóvens, ritstjóri jurovisjon.is og stjórnarkona í FÁSES, Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra, Vignir Örn Hafþórsson stjórnmálafræðingur. Eurovision Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Besta íslenska Eurovision-lagið sem ekki vann undankeppni Sjónvarpsins er lagið Eurovísa með Botnleðju, að mati álitsgjafa Vísis. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi þrátt fyrir að af nægu hafi verið að taka. Íslendingar eiga margar perlur úr Söngvakeppni sjónvarpsins og hafa sum lög jafnvel orðið vinsælli og langlífari en sigurlögin sjálf. Þrjátíu ár eru nú liðin frá því að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision og fer fyrsta undanúrslitakvöld í Söngvakeppninni fram í kvöld. Vísir tók nokkra áhugamenn um keppnina tali en sjá má rökstuðning nokkurra þeirra hér fyrir neðan.1. Eurovísa – Botnleðja Lagið Eurovísa í flutningi Botnleðju vann afgerandi sigur í könnuninni. Hljómsveitin beið lægri hlut fyrir Birgittu Haukdal sem fór með lagið Open Your Heart fyrir Íslands hönd til Riga í Lettlandi. „Flottasta hljómsveitin sem hefur tekið þátt í þessu musteri meðalmennskunnar Það er synd að fleiri góð lög komi ekki út úr þessari keppni sem sennilega helgast af því að bestu lagahöfundar þjóðarinnar telja sig yfir hana hafnir í seinni tíð.“ „Botnleðja hefði getað hrist aðeins upp í keppninni með pönkrokk elementi sínu á svipaðan hátt og Lordi gerði með sitt lag (minus búningar). Svo spiluðu þeir í þjóðbúningi Íslands sem var töff. Flott lag með frábærri hljómsveit í feiknar formi.” „Rétt fyrir aldamót var ég skiptinemi í Norður - Evrópu og Botnleðjudiskur var mest spilaði diskurinn i ítölskum partýum. Þeir áttu ítölsk ungmenni með húð og hári við fyrstu spilun. Áttu fullt erindi í þessa keppni eins og sást á gengi Lordi 2006. Evrópa var tilbúin fyrir þungarokk.“ „Það er ALLT dásamlegt við þetta lag. Húmorinn og léttleikinn í Botnleðju er smitandi og takturinn kemur mér alltaf út á gólf. Það er suddalega vel samið og flutt af ungæðingslegum krafti sem smýgur inn í alla útlimi. „Ég gefst ekki upp" mantran fyllir mann af eldmóð þegar maður gargar hana á miðju eldhúsgólfinu með sleif sem míkrafón (ég mæli með því). Þetta er eitt af þeim Söngvakeppnislögum sem eru alltaf í spilun hjá mér.“ „Mikið svekk og klúður að senda ekki þessar elskur út. Við hefðum verið, svona einu sinni, trendsetterar í Eurovision. Mætt með rokkið á undan Wig Wam og Lordi (sem sökkuðu btw).“2. Karen – Bjarni Arason Eflaust þekkja flestir landsmenn lagið Karen með Bjarna Arasyni sem flutt var í undankeppninni árið 1992. Sigurlagið varð þó ekki síður vinsælt, en það var Nei eða Já með Heart 2 Heart, sem flutt var í keppninni sem haldin var í Svíþjóð. „Lagið Karen sem Bjarni Ara söng árið 1992 er klárlega flottasta lagið í Söngvakeppninni fyrr og síðar. Ég held að það hafi bara verið óheppni að þetta lag skuli ekki hafa verið valið til að koma fram fyrir hönd Íslands í Eurovision. Lagið Nei eða já, sem sigraði sama ár er vissulega grípandi lag, en Bjarni hefði heillað Evrópu upp úr skónum með laginu Karen, sérstaklega með þennan svakalega sjarma og svo skemmir þetta þykka og fallega hár ekki fyrir. Karen er samspil fagmennsku og tilfinninga í flutningi. Sá kafli lagsins þar sem bakraddirnar taka ,,Karen, Karen” er gæsahúða “móment”. Og upphækkanirnar eftir það, fyrst um hálftón og svo um heiltón – brrrrr manni verður bara kalt af gæsahúð. Svo er lagahöfundurinn, Jóhann Helga í miklu uppáhaldi hjá mér.“ „ Karen með Bjarna Ara af því hann er með svo kraftmikla rödd og þessi sjarmi á skilið annan séns.“ „Það er eitthvað við þetta viðlag sem bara límist á heilann. Óaðfinnanlega sungið af einum besta söngvara landsins og almenn snilld. #12stig“3. Hvar ertu nú – Sólarsamba – Ég lifi í draumi Þrjú lög skipa þriðja sæti listans en það eru lögin Hvar ertu nú í flutningi Dr.Spock, Sólarsamba með Magnúsi Kjartanssyni og Ég lifi í draumi með Björgvini Halldórssyni.Hvar ertu nú – Dr. Spock Þetta lag hafnaði í þriðja sæti árið 2008. Sigurlagið var This is my life með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. „Dr. Spock átti þessa líka tímalausu snilld. Gott rokk, með rólegum milliköflum og samspilið á milli þeirrra Finna og Óttars var virkilega skemmtilegt. Guli hanskinn hefði átt sæmt sér vel á sviðinu í Belgrad.“ „Þetta er engin spurning, ótrúlega gott lag og æðislegur flutningur.“Sólarsamba – Magnús Kjartansson Sólarsamba í flutningi Magga Kjartans beið lægri hlut fyrir laginu Sókrates með Sverri Stormsker og Stefáni Hilmarssyni árið 1988. „10 ára ég verð að svara Sólarsamba. Það sem ég öfundaði þessa stelpu sem fékk þarna að sambast í sjónvarpinu - og skilst að sé núna virðulegur pólitíkus í Hafnarfirði.“ „Þetta lag og dans Magga Kjartans og félaga hefði lyft evrópskri lund uppá nýtt plan og ætti að vera skylduhlustun á hverjum morgni, helst í bland við áhorf á myndbandið. Það að lagið og dóttir hans komust ekki àfram voru klárlega eitt af vonbrigðum æskunnar.“Ég lifi í draumi – Björgvin Halldórsson Björgvin Halldórsson hafnaði í þriðja sæti með lagið Ég lifi í draumi í fyrstu undankeppni Íslendinga árið 1986. Það var lagið Gleðibankinn sem sigraði í þeirri keppni, og voru landsmenn flestir handvissir um að það lag myndi vinna keppnina. Það voru því nokkur vonbrigði þegar lagið lenti í sextánda sæti. „Það er mjög erfitt að velja á milli „Ég lifi í draumi“ með Kónginum sjálfum, Björgvini Halldórssyni og „Í síðasta skipti“ með krónprinsinum Frikka Dór. Klassíkin verður ofan á í þetta skiptið – en ég spái því að Frikki taki fljótlega við krúnunni og hans lag muni eldast fáránlega vel. Forkeppnin árið 1987 er þó langbesta heildarkeppnin, með slögurum eins og „norðurljós“, „í blíðu og stríðu“, „aldrei ég gleymi“ og „lífið er lag“. Takk VHS!“ „Uppáhalds taplagið mitt er Ég lifi í draumi, enda frábært lag sem hefði engu að síður ekki náð árangri úti.“Fjölmörg lög nefnd til sögunnar Lagið Í síðasta skipti með Friðriki Dór var jafnframt títtnefnt í könnuninni, sem og Hugarró með Magna Ásgeirssyni. Þér við hlið með Regínu Ósk, Línudans með Elleni Kristjáns, Skot í myrkri með Ragnheiði Gröndal, Waterslide með Sjonna Brink, Wiggle Wiggle með Haffa Haff, Ég og heilinn minn með Heiðu Eiríks, Andvaka með Guðrúnu Árnýju og fjölmörg önnur lög voru einnig tilnefnd. Lesendur eru hvattir til að segja sína skoðun í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.Álitsgjafarnir voru eftirfarandi:Charles Gittins, blaðamaður og íslenskufræðingur, Sigrún Huld leikari, Rakel Pálsdóttir, þroskaþjálfi og söngkona, Haukur Johnson, varamaður í stjórn FÁSES, Eyrún Ellý Valsdóttir, formaður FÁSES, Steinunn Björk Bragadóttir, varamaður í stjórn FÁSES, Flosi Jón Ófeigsson, stjórnarmeðlimur í FÁSES, Þórunn Erna Clausen tónlistarmaður, Rögnvaldur Már Helgason fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður, Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Adda Soffía Ingvarsdóttir, ritstjóri snyrtivörukafla Glamour, Konráð Jónsson lögmaður, Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans í HR, Hildur Karen Sveinbjarnardóttir, Seyðfirðingur og annar eigandi Kaupmannsins í Horninu á Dalshrauni 1, Arnar Sigurjónsson viðskiptafræðingur, Daníel Geir Moritz, uppistandari og kennari, Sigrún Dögg Kvaran eurovisionaðdáandi, Guðrún Karítas Garðarsdóttir atvinnurekandi, Tryggvi Ólafsson, upplýsingaarkitekt hjá Brandenburg, Belinda Ýr Albertsdóttir nemi, Hildur Tryggvadóttir Flóvens, ritstjóri jurovisjon.is og stjórnarkona í FÁSES, Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra, Vignir Örn Hafþórsson stjórnmálafræðingur.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira