Söngkonan Beyoncé sendi óvænt frá sér nýtt myndband við lagið Formation í gær. Um er að ræða hennar fyrsta lag frá því hún sendi frá sér sína síðustu plötu, Beyoncé, árið 2014.
Söngkonan kemur fram ásamt hljómsveitinni Coldplay á Superbowl leiknum í kvöld en ekki liggur fyrir hvort lagið verði frumflutt við það tækifæri.