Sunginn Gyrðir Elíasson Jónas Sen skrifar 20. janúar 2016 13:30 Orri Huginn Ágústsson leikari las ljóð Gyrðis á tónleikunum. Visir/Valli Tónlist Söngtónleikar Caput hópurinn ásamt Kristni Sigmundssyni Tónlist eftir Hauk Tómasson við ljóð eftir Gyrði Elíasson Breiðholtskirkja Laugardaginn 16. Janúar Talan sextán var í aðalhlutverki á tónleikum Caput hópsins á laugardaginn. Það var sextándi janúar árið tvö þúsund og sextán og klukkan var fjögur. Í tarotspilunum er trompspil númer sextán turninn sem er lostinn eldingu. Ef hann kemur upp í lögn þá er ekki von á góðu. Tónleikar Caput hópsins á laugardaginn lofuðu samt ágætu. Á dagskránni var nýtt verk eftir Hauk Tómasson við ljóð hins virta og marglofaða Gyrðis Elíassonar. Og ekki bara það: Kristinn Sigmundsson söng einsöng. Tónlistin lét lítið yfir sér. Fámennur hópur hljóðfæraleikara lék á veikradda hljóðfæri, þ.?á?m. langspil og stofuorgel. Tónavefurinn var fíngerður. Hann byggðist oft á einföldum hendingum sem voru endurteknar í ýmsum myndum og með mismunandi blæbrigðum. Hljómarnir voru skrýtnir og skuggalegir. Þetta kom ekki illa út í fyrstu. En þegar á leið fór gamanið að kárna. Ljóð Gyrðis eru innhverf og tvíræð, þau eru stutt en undir niðri er heilmikið drama. Það er stundum reiði í þeim og stíllinn getur verið hvass. Þetta skilaði sér ekki í tónlistinni. Hún var svo ládeyðukennd og sviplaus að maður þurfti að hafa sig allan við til að halda sér vakandi. Kristinn fór þó ágætlega með hlutverk sitt. En hann hafði bara ekki úr bitastæðu hlutverki að moða. Laglínurnar voru ómstríðar og torræðar, en að sama skapi sérkennilega andlausar. Þær fóru ljóðunum ekki vel. Hljóðfæraleikararnir voru fagmannlegir. Þetta voru þeir Guðni Franzson, Örn Magnússon, Steef van Oosterhout og Sigurður Halldórsson. Spilamennskan var fáguð og prýðilega ígrunduð. Því miður var það ekki nóg. Á undan tónverkinu las Orri Huginn Ágústsson upp þrettán ljóð eftir Gyrði við sveimkennda tónlist Hauks sem var á mörkum hins heyranlega. Það kom miklu betur út. Orri las skýrt og með hæfilega leikrænum tilþrifum. Og bakgrunnstónlistin truflaði ekki, heldur rammaði ljóðin fallega inn. Af hverju gat ekki allt verið svona? Niðurstaða: Falleg ljóð en rislítil tónlist. Menning Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Söngtónleikar Caput hópurinn ásamt Kristni Sigmundssyni Tónlist eftir Hauk Tómasson við ljóð eftir Gyrði Elíasson Breiðholtskirkja Laugardaginn 16. Janúar Talan sextán var í aðalhlutverki á tónleikum Caput hópsins á laugardaginn. Það var sextándi janúar árið tvö þúsund og sextán og klukkan var fjögur. Í tarotspilunum er trompspil númer sextán turninn sem er lostinn eldingu. Ef hann kemur upp í lögn þá er ekki von á góðu. Tónleikar Caput hópsins á laugardaginn lofuðu samt ágætu. Á dagskránni var nýtt verk eftir Hauk Tómasson við ljóð hins virta og marglofaða Gyrðis Elíassonar. Og ekki bara það: Kristinn Sigmundsson söng einsöng. Tónlistin lét lítið yfir sér. Fámennur hópur hljóðfæraleikara lék á veikradda hljóðfæri, þ.?á?m. langspil og stofuorgel. Tónavefurinn var fíngerður. Hann byggðist oft á einföldum hendingum sem voru endurteknar í ýmsum myndum og með mismunandi blæbrigðum. Hljómarnir voru skrýtnir og skuggalegir. Þetta kom ekki illa út í fyrstu. En þegar á leið fór gamanið að kárna. Ljóð Gyrðis eru innhverf og tvíræð, þau eru stutt en undir niðri er heilmikið drama. Það er stundum reiði í þeim og stíllinn getur verið hvass. Þetta skilaði sér ekki í tónlistinni. Hún var svo ládeyðukennd og sviplaus að maður þurfti að hafa sig allan við til að halda sér vakandi. Kristinn fór þó ágætlega með hlutverk sitt. En hann hafði bara ekki úr bitastæðu hlutverki að moða. Laglínurnar voru ómstríðar og torræðar, en að sama skapi sérkennilega andlausar. Þær fóru ljóðunum ekki vel. Hljóðfæraleikararnir voru fagmannlegir. Þetta voru þeir Guðni Franzson, Örn Magnússon, Steef van Oosterhout og Sigurður Halldórsson. Spilamennskan var fáguð og prýðilega ígrunduð. Því miður var það ekki nóg. Á undan tónverkinu las Orri Huginn Ágústsson upp þrettán ljóð eftir Gyrði við sveimkennda tónlist Hauks sem var á mörkum hins heyranlega. Það kom miklu betur út. Orri las skýrt og með hæfilega leikrænum tilþrifum. Og bakgrunnstónlistin truflaði ekki, heldur rammaði ljóðin fallega inn. Af hverju gat ekki allt verið svona? Niðurstaða: Falleg ljóð en rislítil tónlist.
Menning Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira