Ævintýralegir tónleikar sinfóníunnar Jónas Sen skrifar 23. janúar 2016 13:00 Það er mikið gleðiefni að Osmo Vänskä verði gestastjórnandi SÍ fram til 2020. Tónlist Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jón Leifs, Sibelius og Mahler. Einleikari: Esther Yoo. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 21. janúar Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Á dagskránni voru þrjár hugleiðingar Jóns Leifs um „þrjú óhlutræn málverk“. Hugleiðingarnar voru örstuttar, tóku samtals um 6 mínútur. Nokkrir óhreinir málmblásturstónar skemmdu heildarmyndina, og innkomur voru margar hverjar ekki nægilega samtaka. En eftir það voru tónleikarnir eins og draumur. Næst á efnisskránni var fiðlukonsertinn eftir Sibelius. Hann er óvanalega heillandi. Andrúmsloftið er myrkt og laglínurnar eru unaðslega seiðandi. Miklar dramatískar andstæður einkenna tónmálið, ýmist er stemningin innhverf og hugleiðslukennd, en inn á milli ástríðufullir hápunktar. Einleikarinn var Esther Yoo, aðeins 22 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún konsertinn fullkomlega á valdi sínu. Tæknilega séð var leikurinn frábær, tónmyndunin var dásamlega munúðarfull og hröð nótnahlaup voru tær og jöfn. Svo var túlkunin sannfærandi, hún var þrungin átökum, akkúrat eins og hún átti að vera. Spilamennskan var flæðandi, það voru engar stíflur. Þetta var magnað. Hljómsveitin undir stjórn Osmo Vänskä spilaði líka vel þegar hér var komið sögu. Og flutningur hennar á fyrstu sinfóníu Mahlers eftir hlé var stórfenglegur. Sinfónían er full af náttúrustemningu. Byrjunin er sveimkennd, bara einn tónn hljómar á öllu tónsviðinu, frá botni og upp í topp. Inn í þennan nið fléttast fjarlæg hljóð, t.d. ómur af herlúðrum og fuglasöngur. Smám saman bætast ólíkir þættir inn og tónlistin heldur af stað. Hvílíkt ferðalag! Manni líður eins og í ævintýri þar sem sífellt kemur eitthvað nýtt upp á. Hljómsveitin var frábær, heildarhljómurinn var þéttur og fókuseraður. Tréblásararnir voru fínir og málmurinn pottþéttur. Slagverkið var flott og strengirnir safaríkir. Stígandin í túlkuninni var glæsileg og hápunkturinn í lokin svo brjálæðislegur að fólk æpti af hrifningu. Nýlega var tilkynnt að Vänskä hafi framlengt samstarfssamning sinn við hljómsveitina til ársins 2020. Næstu árin verður hann því aðalgestastjórnandinn. Það eru góðar fréttir. Vänskä var aðalstjórnandi hljómsveitarinnar 1993-1996 og byggði hana upp öðrum fremur. Hann stendur á hátindi ferils síns úti í heimi; að hafa slíkan stjórnanda er mikill heiður.Niðurstaða: Tónleikarnir hefðu getað byrjað betur, en eftir það voru þeir frábærir. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jón Leifs, Sibelius og Mahler. Einleikari: Esther Yoo. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 21. janúar Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Á dagskránni voru þrjár hugleiðingar Jóns Leifs um „þrjú óhlutræn málverk“. Hugleiðingarnar voru örstuttar, tóku samtals um 6 mínútur. Nokkrir óhreinir málmblásturstónar skemmdu heildarmyndina, og innkomur voru margar hverjar ekki nægilega samtaka. En eftir það voru tónleikarnir eins og draumur. Næst á efnisskránni var fiðlukonsertinn eftir Sibelius. Hann er óvanalega heillandi. Andrúmsloftið er myrkt og laglínurnar eru unaðslega seiðandi. Miklar dramatískar andstæður einkenna tónmálið, ýmist er stemningin innhverf og hugleiðslukennd, en inn á milli ástríðufullir hápunktar. Einleikarinn var Esther Yoo, aðeins 22 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún konsertinn fullkomlega á valdi sínu. Tæknilega séð var leikurinn frábær, tónmyndunin var dásamlega munúðarfull og hröð nótnahlaup voru tær og jöfn. Svo var túlkunin sannfærandi, hún var þrungin átökum, akkúrat eins og hún átti að vera. Spilamennskan var flæðandi, það voru engar stíflur. Þetta var magnað. Hljómsveitin undir stjórn Osmo Vänskä spilaði líka vel þegar hér var komið sögu. Og flutningur hennar á fyrstu sinfóníu Mahlers eftir hlé var stórfenglegur. Sinfónían er full af náttúrustemningu. Byrjunin er sveimkennd, bara einn tónn hljómar á öllu tónsviðinu, frá botni og upp í topp. Inn í þennan nið fléttast fjarlæg hljóð, t.d. ómur af herlúðrum og fuglasöngur. Smám saman bætast ólíkir þættir inn og tónlistin heldur af stað. Hvílíkt ferðalag! Manni líður eins og í ævintýri þar sem sífellt kemur eitthvað nýtt upp á. Hljómsveitin var frábær, heildarhljómurinn var þéttur og fókuseraður. Tréblásararnir voru fínir og málmurinn pottþéttur. Slagverkið var flott og strengirnir safaríkir. Stígandin í túlkuninni var glæsileg og hápunkturinn í lokin svo brjálæðislegur að fólk æpti af hrifningu. Nýlega var tilkynnt að Vänskä hafi framlengt samstarfssamning sinn við hljómsveitina til ársins 2020. Næstu árin verður hann því aðalgestastjórnandinn. Það eru góðar fréttir. Vänskä var aðalstjórnandi hljómsveitarinnar 1993-1996 og byggði hana upp öðrum fremur. Hann stendur á hátindi ferils síns úti í heimi; að hafa slíkan stjórnanda er mikill heiður.Niðurstaða: Tónleikarnir hefðu getað byrjað betur, en eftir það voru þeir frábærir.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira