Hefur ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist Guðrún Ansnes skrifar 23. janúar 2016 09:00 Guðmundur segist vel tilbúinn til að bregða sér af bæ verði honum boðið á verðlaunaafhendinguna. Vísir/Stefán „Ef ég segi bara alveg eins og er, þá veit ég ekki alveg hvernig þetta fór svona,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem á dögunum fékk ansi óvæntar fréttir þess efnis að hann væri tilnefndur til National Film verðlaunanna, í flokki bestu aðalleikara ársins. Fer hann með aðalhlutverk í kvikmyndinni Chasing Robert Parker, eftir brasilíska leikstjórann Daniel Florêncio, sem er framleidd af hinu íslenska fyrirtæki Pegasus. Þess ber jafnframt að geta að myndin er sömuleiðis tilnefnd til verðlauna í flokki hasarmynda og keppir til dæmis við Star Wars: The force awakens. Má með sanni segja að Guðmundur sé þar í ansi góðum félagsskap og keppir við ekki ómerkari leiklistarkanónur en til dæmis þá Daniel Craig, Colin Farrell, Colin Firth, Tom Hardy og Simon Pegg, sem eiga það sameiginlegt að vera meðal frægustu leikara heims. „Ég veit ég stóð mig vel í myndinni, en við erum enn að reyna að ráða þessa stórbrotnu ráðgátu um hvernig myndin rataði í þessa keppni. Enginn okkar kannast við að hafa sent inn tilnefningu, en einhvers staðar komst einhver í myndina og hefur komið henni að í forvalinu,“ útskýrir Guðmundur og er bersýnilega furðu lostinn, enda ekki skrítið, myndin hefur hvergi verið sýnd annars staðar en á RFF kvikmyndahátíðinni á Íslandi nú í haust. „Þetta er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd, og það er eins og yfirleitt með frumraunir á borð við þessa, að hún hefur ekkert farið í kvikmyndahús, heldur aðeins verið reynt að koma henni að á hátíðum,“ bendir Guðmundur á, og segir leikstjórann ekki síður hissa. „Nú erum við bara að reyna að finna út úr þessu, ég fékk þessar fréttir bara í fyrradag nánast í sömu andrá og ég steig á svið, svo það hefur tekið mig dálítinn tíma að átta mig á þessu raunverulega.“ Hann segist jafnframt hafa farið í það að finna út hverslags verðlaun þetta væru, enda hafði hann ekki heyrt af þeim áður, og kom upp úr kafinu að um væri að ræða stórmál. Hann segir ekkert komið á hreint varðandi neitt, en segist glaður vilja mæta á svæðið þegar hlutirnir komi betur í ljós, og að sjálfsögðu væri um heilmikinn heiður að ræða. „Ef okkur verður boðið, þá mætir maður auðvitað,“ segir hann glaður í bragði. Chasing Robert Barker TRAILER from Pegasus on Vimeo. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. 22. janúar 2016 10:07 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ef ég segi bara alveg eins og er, þá veit ég ekki alveg hvernig þetta fór svona,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem á dögunum fékk ansi óvæntar fréttir þess efnis að hann væri tilnefndur til National Film verðlaunanna, í flokki bestu aðalleikara ársins. Fer hann með aðalhlutverk í kvikmyndinni Chasing Robert Parker, eftir brasilíska leikstjórann Daniel Florêncio, sem er framleidd af hinu íslenska fyrirtæki Pegasus. Þess ber jafnframt að geta að myndin er sömuleiðis tilnefnd til verðlauna í flokki hasarmynda og keppir til dæmis við Star Wars: The force awakens. Má með sanni segja að Guðmundur sé þar í ansi góðum félagsskap og keppir við ekki ómerkari leiklistarkanónur en til dæmis þá Daniel Craig, Colin Farrell, Colin Firth, Tom Hardy og Simon Pegg, sem eiga það sameiginlegt að vera meðal frægustu leikara heims. „Ég veit ég stóð mig vel í myndinni, en við erum enn að reyna að ráða þessa stórbrotnu ráðgátu um hvernig myndin rataði í þessa keppni. Enginn okkar kannast við að hafa sent inn tilnefningu, en einhvers staðar komst einhver í myndina og hefur komið henni að í forvalinu,“ útskýrir Guðmundur og er bersýnilega furðu lostinn, enda ekki skrítið, myndin hefur hvergi verið sýnd annars staðar en á RFF kvikmyndahátíðinni á Íslandi nú í haust. „Þetta er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd, og það er eins og yfirleitt með frumraunir á borð við þessa, að hún hefur ekkert farið í kvikmyndahús, heldur aðeins verið reynt að koma henni að á hátíðum,“ bendir Guðmundur á, og segir leikstjórann ekki síður hissa. „Nú erum við bara að reyna að finna út úr þessu, ég fékk þessar fréttir bara í fyrradag nánast í sömu andrá og ég steig á svið, svo það hefur tekið mig dálítinn tíma að átta mig á þessu raunverulega.“ Hann segist jafnframt hafa farið í það að finna út hverslags verðlaun þetta væru, enda hafði hann ekki heyrt af þeim áður, og kom upp úr kafinu að um væri að ræða stórmál. Hann segir ekkert komið á hreint varðandi neitt, en segist glaður vilja mæta á svæðið þegar hlutirnir komi betur í ljós, og að sjálfsögðu væri um heilmikinn heiður að ræða. „Ef okkur verður boðið, þá mætir maður auðvitað,“ segir hann glaður í bragði. Chasing Robert Barker TRAILER from Pegasus on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. 22. janúar 2016 10:07 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. 22. janúar 2016 10:07