Kafkaískt kerfi Magnús Guðmundsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Það er stórt skref fyrir ungar sálir að yfirgefa grunnskólann og hefja nám í framhaldsskóla. Hvaða skóli og hvaða námsleið verður fyrir valinu getur átt stóran þátt í að móta framtíð viðkomandi einstaklinga. Námsmöguleika í framtíðinni og framtíðarmöguleika alla. Inn í þetta blandast einnig félagslegir og persónubundnir þættir sem geta haft áhrif á sjálfstraust og sjálfsmynd viðkomandi til lengri tíma. Ekkert af þessu er léttvægt enda eru þau mörg hver farin að velta fyrir sér af fullri alvöru svari við spurningunni sem þau hafa heyrt allt frá barnsaldri: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Stórt er spurt en eðli málsins samkvæmt mismikið um svör. Það eitt er víst að möguleikarnir þurfa að vera til staðar og umfram allt þá þurfa krakkarnir að vita hvar þau standa. Hvaða kostir og möguleikar eru í boði og hvert þessi tækifæri geta leitt. Allt þetta er á ábyrgð menntakerfisins en ekki krakkanna. Framtíðin er þeirra. Skafti Þ. Halldórsson, deildarstjóri eldra stigs við Álfhólsskóla, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í liðinni viku um námsmatsfyrirmæli Menntamálastofnunar. Þar fór Skafti yfir stöðu námsmats fyrir grunnskólana en það mat liggur svo til grundvallar inntöku í framhaldsskólana. Í stuttu og einfölduðu máli er grunnskólakennurum gert að umreikna sína gömlu einkunnarskala úr tölum og yfir í bókstafina A, B og C ásamt viðkomandi plúsum og mínusum. En þegar þær upplýsingar berast framhaldsskólum, með viðkomandi skólaumsókn, blasir svo við nýtt en óneitanlega ansi fyrirsjáanlegt vandamál: Það er ekki hægt að reikna meðaltal af bókstöfum. En Menntamálastofnun lætur ekki deigan síga og bendir skólastjórnendum framhaldsskólanna á þá lausn að umreikna bókstafina aftur yfir í tölustafi svo að það sé hægt að finna meðaltal viðkomandi einkunna fyrir viðkomandi nemanda. Vá! Ekki er nú öll vitleysan eins. Það er að minnsta kosti afar erfitt að sjá hver á að njóta ávinningsins af allri þessari umreiknivinnu sem þarf að fara fram á tveimur skólastigum og í allt að þremur skólastofnunum (krakkarnir sækja um einn skóla og annan til vara) áður en niðurstaða er fengin um skólavist. Það er erfitt að sjá að þetta sé lítið annað en dæmalaus stofnanahringavitleysa sem sjálfur Franz Kafka hefði verið stoltur af að setja í skáldsögu sem dæmi um dystópíska skriffinnsku. En í verkum Kafka má sjá að eðli slíkra kerfa er alltaf að hlaða fremur vitleysunum hverri á aðra og hverri um aðra þvera fremur en að bakka og byrja upp á nýtt. Það er reyndar kapítuli út af fyrir sig að öllum kennurum sem og stjórnendum tveggja skólastiga sé falið að vinna með þessum hætti en hitt er jafnvel enn verra. Sú einfalda staðreynd að krakkar sem ætla sér að sækja um skólavist í framhaldsskóla á þessu ári hafa vart hugmynd um hverju þau þurfa að áorka til þess að komast inn í þann skóla sem hugur þeirra stendur til. Það er ekki boðlegt. Það síðasta sem ungt fólk á leiðinni í framhaldsnám þarf á að halda er slík óvissa. Það er því tími til kominn að vinda ofan af vitleysunni; einfalda kerfið og bjóða kennurum, stjórnendum og fyrst og fremst nemendum upp á mannsæmandi starfsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Það er stórt skref fyrir ungar sálir að yfirgefa grunnskólann og hefja nám í framhaldsskóla. Hvaða skóli og hvaða námsleið verður fyrir valinu getur átt stóran þátt í að móta framtíð viðkomandi einstaklinga. Námsmöguleika í framtíðinni og framtíðarmöguleika alla. Inn í þetta blandast einnig félagslegir og persónubundnir þættir sem geta haft áhrif á sjálfstraust og sjálfsmynd viðkomandi til lengri tíma. Ekkert af þessu er léttvægt enda eru þau mörg hver farin að velta fyrir sér af fullri alvöru svari við spurningunni sem þau hafa heyrt allt frá barnsaldri: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Stórt er spurt en eðli málsins samkvæmt mismikið um svör. Það eitt er víst að möguleikarnir þurfa að vera til staðar og umfram allt þá þurfa krakkarnir að vita hvar þau standa. Hvaða kostir og möguleikar eru í boði og hvert þessi tækifæri geta leitt. Allt þetta er á ábyrgð menntakerfisins en ekki krakkanna. Framtíðin er þeirra. Skafti Þ. Halldórsson, deildarstjóri eldra stigs við Álfhólsskóla, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í liðinni viku um námsmatsfyrirmæli Menntamálastofnunar. Þar fór Skafti yfir stöðu námsmats fyrir grunnskólana en það mat liggur svo til grundvallar inntöku í framhaldsskólana. Í stuttu og einfölduðu máli er grunnskólakennurum gert að umreikna sína gömlu einkunnarskala úr tölum og yfir í bókstafina A, B og C ásamt viðkomandi plúsum og mínusum. En þegar þær upplýsingar berast framhaldsskólum, með viðkomandi skólaumsókn, blasir svo við nýtt en óneitanlega ansi fyrirsjáanlegt vandamál: Það er ekki hægt að reikna meðaltal af bókstöfum. En Menntamálastofnun lætur ekki deigan síga og bendir skólastjórnendum framhaldsskólanna á þá lausn að umreikna bókstafina aftur yfir í tölustafi svo að það sé hægt að finna meðaltal viðkomandi einkunna fyrir viðkomandi nemanda. Vá! Ekki er nú öll vitleysan eins. Það er að minnsta kosti afar erfitt að sjá hver á að njóta ávinningsins af allri þessari umreiknivinnu sem þarf að fara fram á tveimur skólastigum og í allt að þremur skólastofnunum (krakkarnir sækja um einn skóla og annan til vara) áður en niðurstaða er fengin um skólavist. Það er erfitt að sjá að þetta sé lítið annað en dæmalaus stofnanahringavitleysa sem sjálfur Franz Kafka hefði verið stoltur af að setja í skáldsögu sem dæmi um dystópíska skriffinnsku. En í verkum Kafka má sjá að eðli slíkra kerfa er alltaf að hlaða fremur vitleysunum hverri á aðra og hverri um aðra þvera fremur en að bakka og byrja upp á nýtt. Það er reyndar kapítuli út af fyrir sig að öllum kennurum sem og stjórnendum tveggja skólastiga sé falið að vinna með þessum hætti en hitt er jafnvel enn verra. Sú einfalda staðreynd að krakkar sem ætla sér að sækja um skólavist í framhaldsskóla á þessu ári hafa vart hugmynd um hverju þau þurfa að áorka til þess að komast inn í þann skóla sem hugur þeirra stendur til. Það er ekki boðlegt. Það síðasta sem ungt fólk á leiðinni í framhaldsnám þarf á að halda er slík óvissa. Það er því tími til kominn að vinda ofan af vitleysunni; einfalda kerfið og bjóða kennurum, stjórnendum og fyrst og fremst nemendum upp á mannsæmandi starfsskilyrði.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun